Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 95
Andvari
Þrætan um Grænland
89
leystist fjelag þetta upp (1726), og stjórnin tók siglingarn-
ar að sjer (1727—1733). Hafnarkaupmaður einn, Jakob
Severin, tók síðan við einkaleyfi konungs 1734—1750, en
þá komust rjettindin í hendur hins »almenna verslunar-
fjelags«, sem hjelt þeim þangað til 1774, er hin »Kon-
unglega grænlenska verslun« hóf einokun sína að nýju.
Vegna þess, hve mikið er einatt gjört úr gildi þessarar
Grænlandsferðar Egede prests, þegar rætt er um ríkis-
stöðu landsins, einkanlega meðal almennings í Noregi,
er ástæða til að liða þetta atriði sundur til skýringar.
Hjer er þrennt sem virðist koma aðallega til greina — hvort
það verður með rjettu sagt, að hann hafi endurfundið land-
ið, hver tilgangur hans var og hvert gildi framkvæmdir
hans þar vestra gátu haft um rjettarstöðu landsins.
Um hið fyrsta atriði er það fljótsagt, að enginn, sem
kynnir sjer sögu siglinga og uppgötvana við Grænland,
getur eignað honum það að hafa »fundið landið að
nýju«. Fyrst og fremst verður það ekki sagt með sönnu
að þekking sú, er Norðmenn öðluðust frá gömlum íslend-
ingum um leiðir til Grænlands, hafi nokkurn tíma glatast.
Að vísu hlutu siglingar milli íslands og nýlendunnar að
verða fátíðari og loks að leggjast niður, eptir konungs-
samninginn, svo að upp frá því var að eins um norskar
kaupfarir að ræða, aðallega írá Björgyn. Enn fremur er
það haft fyrir satt, að nokkrir tugir sjómanna, sem vanir
voru Grænlandsförum, hafi verið myrtir af Þjóðverjum í
Björgyn 1484, og hafi siglingar þaðan lagst niður fyrir
þá sök. En um sama leyti tókst allmikil verslun við Is-
land frá Hamborg, og gat þá ekki hjá því farið, að
þekking um Grænlandsleiðir breiddist út aftur, enda er
þess getið, að þá var tekin upp verslun og siglingar til
nýlendunnar frá Islandi, þegar Pining rjeði þar lögum
og lofum, undir lok 15. aldar. í þessu sambandi er og