Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 147
Andvari
Norræna kynið
141
79°/o lengdar), andlitið langur sporbaugur eða eggbaugur.
Ennið fremur mjótt, dálítið hallandi aftur, lítið bunguvaxið
og er sem móti fyrir kanti, þar sem það þrýtur til hliðanna.
Nefið er all-stórt, beint en mjótt, nefrótin þykk (há) en
þó nokkur stallur, þar sem nef og enni mætist. Nefbotn-
inn er lárjettur. Augnabrúnir lítið bogadregnar og aug-
un nokkuð djúpt sett. Varir eru mjóar, hakan glögg og
nokkuð framsett. Hálsinn er all-langur, herðar breiðar,
mjaðmir fremur mjóar, bolurinn tiltölulega stuttur og
fætur langir. Menn þessir eru »hávaxnir grannir glæsi-
menn« og ljósir á Iit. Þeim er oft lýst í sögum vorum.
Um Gunnar á Hlíðarenda er sagt í Njálu, að »hanp
var mikill maður vexti og sterkur, vænn að yfirliti og
ljóslitaður, rjett nefið, bláeygur, rjóður í kinnum, hárið
mikið, gult og fór vel«. Um Jarl er sagt í Rígsþulu:
Bleikt var hár, bjartir vangar,
ötul voru augu, sem yrmlingi.
Það er taiið, að hvert kyn hafi sjerstakt skaplyndi og
andlega hæfileika, þó misjafnir sjeu mennirnir. Norræna
kyninu er lýst þannig, að það sje skarpgáfað og jafn-
framt hugmyndaauðugt, djarft og framgjarnt, en hafi þó
jafnaðarlega góða forsjá, drotnunargjarnt og vel til for-
ustu fallið. I sambandi við djörfungina stendur ef til vill
sannleiksást þess. Það hefir ætíð verið herskátt með af-
brigðum og hættir því til að lenda í deilum, bæði inn-
byrðis og út á við. Hugmynd forfeðra vorra um lífið í
Valhöll er gott sýnishorn af þessum hugsunarhætti.
Venjulega eru þessir menn lítið trúræknir, vilja fara
sinna ferða, trúa frekar á mátt sinn og megin, en ríkis-
valdið eða ríkissjóðinn. Starfsmenn eru þeir að vísu, en
þó betur fallnir til áhlaups en úthalds, vilja afla mikils
og eyða miklu. Orlæti telja þeir höfuðdygð. Glaðlyndir