Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 106
100
Þrætan um Græniand
Andvari
sem þannig var gereytt til síðasta manns. Hefðu Islend-
ingar farist í Grænlandi í fullu frelsi, þá var öðru máli
að gegna. Þá hefði lífsins eiginn rjettur, fyrir þann sem
sterkari var, getað komið til greina. En nám Dana er
ekki framkvæmt í samkeppni nje með yfirburðum, nje
heldur á þann hátt sem staðhættir krefjast. Og hefði
Grænland verið opið um undanfarandi aldir, mundu Is-
Iendingar efalaust hafa þróast þar og aukið landnám sín
með vaxandi framförum tímans, þar sem þeir stóðu
betur að vígi, að ýmsu leyti, en aðrar þjóðir og voru
eptir eðli sínu og lífskjörum flestum betur fallnir til þess
að dafna í hinni gömlu nýlendu.
Stórkostlegar breytingar, sem orðið hafa á síðari tím-
um um notkun orku og auðæfa náttúrunnar, hljóta einnig
að takast til greina þegar til úrslita kemur um stöðu
Grænlands. Og hjer koma þá jafnframt sögulegir við-
burðir til athugunar, sem almenningi á íslandi mun enn
þá lítt kunnugt um. Þegar dönsk blöð fyrst minntust á
afstöðu íslands til þessa máls, var Grænland, eins og
einatt hefur verið gjört í Danmörk, fyr og síðar, kallað
einu nafni »Innlandsísinn«. I fljótu bragði mætti svo
virðast, sem það væri lítt freistandi einmitt fyrir Islend-
inga að seilast eptir eignarrjetti yfir hinum mikla jökul-
fláka. En sje þetta atriði nánar brotið til mergjar, verður
þó öðru vísi litið á það mál.
í fyrsta lagi verða menn að minnast þess, að nýlendu-
stofnun í hinum byggilegu landshlutum, samkvæmt hlut-
arins eðli og ýmsum ótvíræðum dæmum úr sögu þjóða-
rjettarins, tekur yfir óbyggileg öræfi, sem nýlendunni
fylgja eptir landamerkjum náttúrunnar sjálfrar. Þetta er
auðskiljanlegt þegar af þeirri einu ástæðu, að óhugsandi
er að innflytjendur annarar þjóðar gætu tekið sjer þar
»bólfestu«. Þess vegna er það mjög merkilegt atriði í