Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 11
Andvari
Torfi Bjarnason
9
út á fjörðinn og til Garpsdals, Króksfjarðarness og Reyk-
hóla — en hlíðarnar grænar og dalurinn grasivaxinn,
svo þar er vinalegt og vistlegur bústaður, enda hefir
flestum búnast þar sæmilega. ]ón er þar bjó á undan
Törfa, var allgóður bóndi og stundaði nokkuð jarðrækt.
]örðin liggur vel við jarðabótum og er hæg.
Vorið 1873 fór Torfi snöggva ferð til Vesturheims.
Var um þær mundir talsverður vesturfararhugur í nokkr-
um mönnum í Dalasýslu. Var ætlun þeirra að flytja
vestur og halda hópinn, ef Torfa litist svo á landkosti,
að vænlegra þætti til afkomu þar en hjer. Torfi ferðaðist
víða um Canada og Bandaríkin. Leist honum og sæmi-
lega á landkosti víða. En að öllu athuguðu virtist hon-
um þó ekki ráðlegí að flytja vestur. Var það hans álit,
að þeir, sem nokkuð útlit hefðu til að bjargast hjer,
mundu ekki breyta til batnaðar. En hitt taldi hann, að
ungir menn mundu mikið geta lært af því að fará vest-
ur um haf og dvelja þar nokkur ár og venjast vinnu og
reglusemi, og læra jarðyrkjustörf, sem að vísu væru
nokkuð frábrugðin því, sem hjer ætti við, en þó mætti
mikið af læra. —
Til þess að geta betur áttað sig á aðallífsstarfi Torfa,
búnaðarskólastarfseminni, er nauðsynlegt að fara yfir
sögu þess í höfuðatriðum, þangað til Torfi hóf starf-
semi sína.
í fornöld stóð búskapur íslendinga og jarðrækt fylli-
lega á sporði því, sem gerðist í nágrannalöndunum, og
svo var lengi fram eftir öldum. Var þá stunduð hér
akuryrkja, þó í litlum stíl væri, túnrækt og kvikfjárrækt.
Gekk svo í nokkrar aldir. En er leið á 16. og þó eink-
um á 17. öld, drógust íslendingar mjög aftur úr ná-
grannaþjóðunum, um búskap, jarðrækt o. fl. Segir dr.