Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 155
Andvari
Norræna kynið
149
Ef nú því er trúað, að upprunalegur litarháttur manna
hafi verið dökkur, þó enginn viti slíkt, þá hefir ljósi lit~
urinn á húð, hári og augum, hlotið að myndast við
stökkbreyting (því stöku sinnum vill það til, að dýra og
fuglategundir taki sjálfkrafa skyndilegri breytingu) líklega
á einhverjum afskektum stað. Þessi nýlunda hefir vakið
athygli og þótt fögur. Hafa síðan ættir hvítra manna
æxlast þannig frá einni fjölskyldu eða einum manni, sem
fæddist þannig. Hvar þetta hefir skeð vita rnenn ekki,
en líklega hjer í Norðurálfu, því þaðan sýnist alt hvítt
kyn runnið og ljóshært. A Norðurlöndum gat kyn þetta
ekki lifað fyr en eftir ísöld 5—6000 árum f. Kr., en
sunnar í álfunni kann það að hafa lifað margfalt lengur
og hafa hafist þar á hærra menningarstig. Víst er um
það, að flest menning hefir borist að sunnan til Norður-
landa, alla leið frá sfeinöld og hvert menningarstig kem-
ur síðar á Norðurlöndum en sunnar í álfunni.
Á bronceöldinni, sem hófst um 1200 f. Kr. á Norð-
urlöndum, var menning ótrúlega mikil og mikið af lönd-
unum þjettbygt. Mikill hluti fólksins í Danmörku var
sambland af langhöfðum og stutthöfðum. Jarðrækt og
húsdýrarækt var mikil, allskonar munir, áhöld og skart-
gripir voru smíðaðir af mikilli list. Fólkið sýnist ekki
hafa tekið verulegum breytingum síðan, en list þessarar
tíðar og menningu má að mörgu leyti rekja sumpart til
Suð-Austur Európu (Hallstatts-menningin), sumpart til
Etrúra á Italíu, þjóðflokks sem snemma hófst til mik-
illrar menningar, en annars er að mörgu leyti óráðin
gáta, hvað ætt hans og uppruna snertir.
Eftir Norðurlöndum einum að dæma, sýnist alt gott
hafa komið þangað að sunnan, fólkið, menningin og
flestar framfarir. í suðurlöndum, Asíu og Egyftalandi
þekkjast og mikilfenglegar fornmenjar og há menning