Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 185
Andvari
Uppruni lista
179
líkastar voru öpum kjálkastórar, tannmiklar, hökulitlar,
sterkar og þéttheimskar á mælistiku mannanna, en þó
drjúgum gáfaðri en aparnir. En fyrir norðan ríki þess-
ara trölla voru þær manntegundir, sem voru kraftaminni
og forðuðust sterkustu dýrin, en vörðust þeim með
kænsku og hugviti, þegar til þurfti að taka. Neander-
dælir hafa verið afkomendur þeirra manntegunda, sem
höfðust við nærri mannöpum, suðurálfufílum, Mercks-
nashyrningum, og öðrum skæðum stórdýrum, og bjuggu
þeir í miðhluta Norðurálfu langan aldur. En sá flokkur
manna, sem veikbygðastur var, bjó og nyrzt. Því að
þótt þar væri stórir og hættulegir birnir og fleiri hættu-
leg dýr, þá var þar þó minni hætta en sunnar. Þeir
lifðu á veiðum og veiddu hreina, mammúta og önnur dýr,
þá er þeir höfðu fundið boga og örvar, gert sér spjóts-
odda úr beini og annað því um líkt. En þeir veiddu og
fiska. Og þótt þessir menn væri heldur óstyrkari en
hinar suðlægari tegundir, þá voru þeir engir örkvisar,
því að þeir tóku lax með berum höndum. En karl-
mennskubragð þótti það og því er endurminning þjóðar-
innar um þessa veiðiaðferð síðar á öldum tengd við guð
kraftarins, Þór, er tók svo fast um laxinn, er hann rann
í hendi hans, að síðan er laxinn afturmjór. Þessi þjóð-
flokkur bjó í Svíþjóð og Noregi. Var þar þá einna
kaldast, þótt löngu væri fyrir ísöld. Þessir menn tóku
því snemma þann sið, að skýla sér með húðum felldra
dýra, og gerðu sér einskonar tjöld og síðan fatnað og
varð því hörund þeirra hárlaust snemma á öldum. Föt
sín saumuðu þeir með beinnálum og þvengjum. Hús-
freyja giörði sér oft einskonar poka úr þvengjum eða
renningum, sem afgangs urðu. — Og nú var það einn
dag, að kona ein lagði þvengjapoka sinn í bleyti í fljóti
því, er þau höfðu setu hjá, hjónin, og festi við stóran