Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 10
8
Torfi Bjarnason
Andvari
landi og áhrif þau, sem hinar stórfeldu búnaðarframfarir
þar í landi höfðu á hann, hafi átt mestan og bestan
þáttinn í því að mynda hina bjargföstu sannfæringu hans
á ágæti jarðræktarinnar. Og í búnaðarpislunum þremur
er hann sendi Jóni Sigurðssyni og birtir eru í XXV.
árg. Nýrra fjelagsrita, lýsir hann svo aðdáanlega vel,
hversu giftusamlega Skotunum hafi tekist að breyta út-
liti og gæðum lands síns, að þeim er les, dettur ósjálf-
rátt í hug, að slíkt hið sama mætti gera á Islandi, ef
samtök og atorka fylgdust að. Sumarið 1867 ferðaðist
hann síðan hingað og þangað um Skotland og kom svo
hjer til lands aftur seinni hluta sumars og settist að á
Þingeyrum. —
Haustið 1868 kvongaðist Torfi frændkonu sinni, Guð-
laugu Zakaríasdóttur frá Heydalsá í Strandasýslu. Var
hún þar á Þingeyrum hjá Asgeiri móðurbróður sínum
og uppeldisdóttir hans. — Vorið eftir fluttu þau til
Borgarfjarðar og reistu bú á Varmalæk og bjuggu þar
í tvö ár.
Ekki inunu efnin hafa verið mikil, sem sett var saman
með. En framúrskarandi dugnaður beggja og ástúðleg
samvinna gerði það að verkum, að efni þeirra jukust
vonum framar. Þrátt fyrir það, þótt Varmilækur sje ágæt
jörð, þá fanst þó Torfa, sem og var, að hún væri all-
erfið, og svo mun hann líka hafa langað í átthagana.
Og er Olafsdalur fjekkst til kaups þá keypti Torfi hann
af Jóni alþingismanni Bjarnasyni er þar bjó, og flutti
þangað vorið 1871 og bjó þar til dauðadags.
Olafsdalur skerst inn í hálendið er liggur sunnanvert
við Gilsfjörð innanverðan og er góð bæjarleið að Kleif-
um, sem stendur við fjarðarbotninn. Há fjöll eru á þrjá
vegu, en fjörðurinn út af dalsmynninu. — Bærinn stend-
ur á hæðardrögum undir hlíðinni að austan og sjest vel