Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 192
186
Isaldarmenjar og forn sjávarmörk
Andvari
Það er auðsjeð að alt þetta klettabelti er mikið eldra
en hinar venjulegu grásteinshæðir í kring um Reykjavík,
bæði sjest það af afstöðu Reykjavíkur-grásteinsins til
bergsins við Elliðaárvog og af því, hve mikið holurnar í
þessu bergi eru fyltar, og ekki síst af því, að beltinu
hallar fyrir sunnan og ofan Eiði svo sem fyr var sagt.
Landið þarna hefir fengið þenna halla eftir að kletta-
beltið varð til, en grásteins hraunlögin kringum Reykja-
vík eru öll lárjett eða með mjög litlum halla. Af þessu
má ráða, að mikill aldursmunur muni hjer vera. Klappa-
beltið virðist vera norðvesturbrúnin á landbroti, og land-
ið þar fyrir vestan mun hafa sigið og umturnast, og
grásteinshraunin yngri að hafa myndast eftir þá umbylt-
ingu og sum í henni, ef til vill.
í höfðanum, þar sem þetta áðurnefnda bergbelti geng-
ur niður að sjónum, liggur það á jökulurð, sem víða er
rauðlituð af járnsamböndum, einkum jökulleirinn, en berg-
ið fyrir ofan hefir ekki þann lit. Engin veruleg gjallskán
er á milli bergsins og jökulurðarinnar. ]ökulurð þessi er
áreiðanlega eldri en bergið, sem á henni liggur, þó ald-
ursmunur sje sennilega lítill, og mun vera með elstu
jökulurðuni, sem sýnilegar eru á þessum slóðum. Við
sjóinn rjett þar fyrir vestan sjást jökulurðir á tveim stöð-
um og gætu þær verið álíka gamlar, en þar sem ekki
sjest í hverju sambandi þær standa við bergbeltið, verð-
ur ekki að svo stöddu hægt að fullyrða neitt um það.
Hið sama er að segja um samryskju, sem er í ca 30
metra hæð norðvestan undir bergbeltinu fyrir sunnan og
ofan Eiði; hún virðist helst vera jökulurð, og svo er að
sjá, að hún muni ganga inn undir bergbeltið, en vissu
fyrir því vantar enn.
Næst elsta jökulurðin virðist mjer vera norðvestan í
nesinu sunnan við Fossvog. I jökulurð þessari er mikið