Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 13
Andvari
Torfi Bjarnason
11
engu. En þó lifði í meðvitund manna neistinn, er lifnað
hafði við ráð og dáð framfaramannanna. Og er árferði
og aðstæður bötnuðu aftur, er fram á nítjándu öldina
leið, þá hófust menn aftur handa, til þess að reyna að
hrinda ýmsu í lag og telja framfarahug í þjóðina.
Það virtist vera flestum ljóst, að við værum orðnir
allmikið á eftir öðrum þjóðum í hverskonar menningu.
Var það þá, sem nú, álit margra, að til þess að kippa
því á leið, að þá væri gott að ungir og efnilegir menn
færu til náms til annara landa. Enda voru nú ýmsir
styrktir af stjórninni til slíkra utanfara, flestir til Dan-
merkur. Árið 1827 var búnaðarsjóður Vesturamtsins
stofnaður. Eftir 1830 fór svolítið að lifna við í sumum
greinum, þá fór að lifna nokkur áhugi á jarðrækt, stöku
bændur á Norðurlandi fóru að nota plóga, búnaðarsjóð-
irnir nyrðra og vestra og síðar Búnaðarfjelag Suður-
amtsins, sem stofnað var 1837, fóru að veita verðlaun
fyrir jarðabætur.1) Á áratugunum 1840 til 1860 urðu
mjög miklar búnaðarframfarir, að því leyti að víða voru
stofnuð búnaðarfjelög, er gengust fyrir, að unnið væri að
jarðabótum. Var þá í ýmsum stöðum unnið að túna-
sljettum, byrjað að byggja nátthaga, gerðar tilraunir með
ýmsar sáðjurtir o. fl. Á þessum árum styrkti og stjórn-
in ýmsa til utanferða, þar á meðal ]ón Espólin (f. 16.
janúar 1825, d. 15. júní 1853) er dvaldi nokkur ár í
Danmörku, Noregi og Svíþjóð til þess að læra jarðyrkju
og kynna sjer búnað. Ferðaðist hann svo hjer á landi
sumarið 1852 til þess að leiðbeina bændum og hjelt
veturinn 1852—1853 búnaðarskóla á Frostastöðum í
Skagafirði, er mun hafa verið fyrsti vísir til búnaðar-
skóla hjer á landi. Hann sótti og um ríflegan fjárstyrk
1) Lýsing íslands IV. bls. 381.