Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 127
Andvari
Nokkur orð um sjófiskaklak
121
og árlegur rekslurskostnaður er nú yfir 30,000 kr. Þar
af fer þó ekki nema nokkuð til þorskaklaksins, sumt fer
til humarklaks og rannsókna. Klakstöðin í Trondhjem er
hálfprívat-fyrirtæki og fjekk 12,000 kr. styrk 1920 (sam-
kv. upplýsingum frá fiskimálaskrifstofunni í Bergen).
Hjer að framan hefi jeg reynt, með tölum, teknum að
mestu leyti úr opinberum skýrslum, að gefa mönnum
hugmynd um, hversu miklu af seiðum, er slept árlega
frá hinum umgetnu stöðvum — og það eru flestallar
sjófisks-klaksstöðvarnar — og jeg býst við því, að
mörgum þyki mikið gert, þar sem tölurnar eru svona
háar, tugir og hundruð miljóna af hverri fisktegund, og
jafnvel á aðra miljörð af einni, og búist því við mikl-
um árangri. En þó er þess fyrst að gæta, að menn hafa
yfirleitt haft mest kynni af vatnafiskaklaki og heyrt sitt
af hverju um góðan árangur af því, og það með sönnu,
þó að árangurinn hafi meðfram verið því að þakka, að
seiðin hafa verið alin upp í pollum eða tjörnum, Iengri
eða skemri tíma eftir klakið. En það er nokkuð sinn
háttur á hvoru, vatnafiska- og sjófiskaklaki, jafnvel þótt
seiðunum sje slept án allrar uppfæðslu, þegar um vatna-
fiska er að ræða. Hvað þeim viðvíkur, er líka allmikill
munur á, hvort fiskurinn er staðbundinn, 3: gengur ekki
í sjó, eins |og t. d. silungurinn í Þingvallavatni og Mý-
vatni, eða óstaðbundinn, eins og lax og sjógöngusilungur
í ám vorum.
Staðbundni fiskurinn (hjer á landi, bleikja og urriði,
hvítfiskurinn (Corregonus clupeoides) og fleiri tegundir í
stórvötnum N.-Am.), kemst ekki af sjálfsdáðum burt úr
þeim vötnum, sem hann einusinni er í. Þegar klöktum
seiðum þesskonar fiska er slept í vatnið, er ekki hætta
á því að þau fari í önnur vötn, og enn síður í sjóinn
og verði öðrum að bráð en þeim, sem í vatninu eiga