Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 123
Andvari
Nokkur orÖ um sjófiskaklak
117
ekki til að klakið sje neinum sjófiskum1), nema ef vera
kynni í Japan.
Hjer hefir nú verið sagt frá sjófiskaklakinu í aðal-
dráttum, án þess þó að nokkuð hafi verið greint frá
ýmsum erfiðleikum, sem það er bundið. Ut í það verður
litið farið, og þá skal næst lýsa klakaðferðunum, en að-
eins mjög stuttlega, enda verður það eigi gjört svo vel
sje með orðum einum, myndir þurfa að vera með, og
svo er víst heldur ekki þörf á ýtarlegri lýsingu að sinni.
Frjóvgunaraðferðin er alveg hin sama og þegar um
vatnafiska: er að ræða, eggin og sæðið (sviljasafinn, sem
vegna litarins er stundum, jafnvel í bókum, nefndur
j>mjólk«) strokin eða pressuð út úr fiskunum, þegar þeir
eru komnir að gotum, og blandað saman í hæfilegu
íláti (»þurra aðferðin«) og svo látin í sjóinn, ef um skip
er að ræða, en ef um klakstöð er að ræða, er undan-
eldisfiskunum haldið í sjerstökum þróm, meðan hrogn
og svil eru að þroskast, og þeir svo látnir hrygna sjálfir
og frjóvga eggin á náttúrlegan hátt, eða þurra aðferðin
höfð. Ef fiskarnir gera það sjálfir, eru eggin ausin upp
með háfum og látin í hreint, ósalt vatn, sem þau sökkva
í, til þess að losa þau við fitu og önnur óhreinindi, sem
við þau vilja loða; því næst eru þau talin2) og svo látin
í klakkassana. Er svo farið að eins og við vatnafiska-
klak; hæfilegur sjóstraumur rennur um eggin í kössun-
um, er þeir eru á floti í »sjóbaði«, 3: svo og svo margir
1) Hjer er átt viö reglulega fiska, en ekki humar, ostrur og
önnur óæöri dýr, sem sumstaðar er klakið, eins og t. d. humar í
Flödevigen og í Bandaríkjunum.
2) Eggjagrúinn, sem nemur hundr. miljóna, er ekki talinn bein-
línis, það væri ógerningur. Þau eru síuð úr sjónum og mæld í
lagarmáli, og er talið að af þorskeggjunum fari 746 þús. í einn
lítra, eða ein miljón eggja sé tæpir 2 lítrar.