Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 166
'160
Norrasna kynið
Andvari
iöngu síðar. Sumir telja, að þessir langhöfðar hafi verið
suðrænt kyn (Miðjarðarhafskyn) og öll menning þeirra
komin að sunnan, en ekki virðast miklar sannanir vera
fyrir því. Víst er um það, að broncealdarfólkið danska
var ljóshært, norrænt kyn, og Dónárdalsfólkið er nauða-
líkt því, þó sannanir vanti fyrir háralit þess. Er því næst
að halda, að hjer sje um sama kyn að ræða eða svip-
að, með öðrum orðum norrænt kyn eða náskylt því,
enda er því svo lýst í fornsögum, að það hafi verið há-
vaxið, Ijóshært og bláeygt (Gunther).
Þetta Dónárdalsfólk voru hinir svo nefndu Forn-keltar,
voldug menningarþjóð, sem fór herferðir í allar áttir og
náði yfirráðum í miklum hluta álfunnar. Það náði yfir-
ráðum í Suður-Þýzkalandi,' í Frakklandi, á Spáni (600
f. Hr.) og komst jafnvel alla leið til Bretlands og ír-
tands. Þá gekk einn straumurinn yfir Alpafjöll, niður í
Pódalinn, og þaðan suður á Italíu. Herkonungurinn
Brennes sigraði Rómverja í bardaganum við Allía, og
þeir urðu að greiða honum lausnargjald. Vfir á Balkan-
skaga, yfir til Makedoníu og Grikklands, brutust Kelt-
arnir jafnvel yfir til Litlu-Asíu, og þar rjeðu þeir t. d.
yfir Galatamönnum, sem Galatabrjefið er skrifað til. Ef
til vill hafa „Tamahu“menn, sem rjeðu á Egyftaland
1400 f. Kr., verið grein af þeim, og einhver slíkur nor-
■rænn flokkur hefir brotist alla leið upp í Atlasfjöllin í
Marokkó, þar sem ljóshærðir Kabylar búa enn. Það
mátti heita svo, að veldi Keltanna yrði smám saman
að heimsveldi. Þeir breiddust og út yfir mikinn hluta
Rússlands.
En hvað varð svo af þessari miklu hernaðar- og
menningarþjóð? Hún var tæplega annað en fámenn, drotn-
andi stjett í löndum þeim, sem hún lagði undir sig, og
rann smám saman saman við landslýðinn og kyninblönduð-