Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 151
Andvari
Norræna Uynið
145
skuli telja þá. Ofan á þetta bætist, að sú flokkaskifting,
sem fyr er talin, kann að vera ófullkomin að ýmsu
leyti og ýmsar hugmyndir um hana ekki svo ábyggilegar
sem vera skyldi.
Ef nú er spurt, af hvaða bergi vjer sjeum brotnir ís-
lendingar, þá er því fljótsvarað. Mestmegnis erum vjer
af norrænu kyni eins og sjá má á bláu augunum og
háa vextinum. Eftir mælingum mínum á nál. 1000 karl-
mönnum erum vjer um 173 cm. háir og er það mesta
meðalhæð, sem jeg veit til í nokkru landi Norðurálf-
unnar. Að minsta kosti ættum vjer að vera engu lægri
en Svíar, en þar í landi er líklega norræna kynið hvað
hreinast. Hitt er jafnvíst, að kyn vort er blandað, —
það má sjá á dökka hárinu, móeygðu og lágvöxnu mönn-
unum, — og þá einkum með austræna kyninu og ef til
vill fleirum. Þannig höfum vjer verið frá landnámstíð,
jafnvel bestu ættir vorar t. d. Mýramannaættin. Hvað
sem þessu líður, er stærsti og sterkasti þátturinn eflaust
norrænt kyn, og það er því nokkur ástæða til þess að
kynna sjer, hvað menn vita um uppruna þess, sögu og
afreksverk. Sjálft kynið er auðþekt, hvar sem það fer,
þó ekki væri nema á bláu augunum, en af því að kynið
er miklu eldra en sögur ná, er reynt að styðjast við
fornleifar, fornfræði, málfræði, jafnvel jarðfræði o. fl.,
þegar rekja skal sögu þess aftur í ómuna tíð. Ræður
þá að líkum, að margt verði frekar ágiskun en vissa.
Uppruni norræna kynsins stendur í nánu sambandi
við uppruna manna yfirleitt hjer í álfu. Þó undarlegt sje,
eru elstu leifar manna, sem fundist hafa, allar fundnar
í Norðurálfunni, þó ekki sje það sönnun fyrir því, að
vagga mannkynsins hafi staðið þar. Elsti kynflokkurinn,
10