Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 139
Andvari
Nokkur orð um sjófiskaklak
133
er sýnir afla af ýmiskonar fiski árin 1913—20, gefinn til
kynna í þúsundum kg. Tölurnar eru teknar úr skýrslum
Hagstofunnar1), og þó að ýmsir kunni að efast um ná-
kvæmni aflaskýrslnanna, sem hagstofan verður að byggja
á, þá munu þær þó sýna sæmilega rjett hinar árlegu
breytingar aflans. En aflinn segir ekki ávalt til um það,
hve mikill fiskur er fyrir í sjónum; þar geta gæftir,
beita, dutlungar fisksins o. fl. haft mikil áhrif í eina eða
aðra átt. Eftir þessu verður þó helst að fara, þegar
menn vilja vita um fiskmergðina, því að enn er eigi
auðið að telja fiskinn í sjónum og verður líklega seint.
Svo hefir og styrjöldin mikla sýnilega haft áhrif á heil-
agfiskis- og kolaaflann hjer (siglingabannið til Englands).
Vngri skýrslur en þetta eru ekki komnar út, en annars
sýna skýrslurnar, að þorsk- og ýsuafli hefir farið sívax-
andi svo að segja öll þessi ár, og einkum hefir þorsk-
aflinn vaxið mjög mikið 2 síðustu árin, samfara aukinni
botnvörpungaútgerð. Annars skal ekki farið lengra út í
það, hvað skýrslurnar sýna, en minna aðeins á, að þær
sýna aðeins, hvað vjer öflum, en geta ekkert um, hvað
útlendingar veiða hjer, og það er ekki minna. Því miður
hefi jeg ekki nægilegar skýrslur um afla annara þjóða
hjer við land, sem nokkuð er að græða á í þessu sam-
bandi, yngri en árið 1914, og tölurnar eru settar neðst
í töfluna hjer að framan (og tákna miljónir kg.).
Vngstu skýrslurnar, sem jeg hefi, eru frá 1918 (síðasta
stríðsárinu)2) og eðlilega mjög villandi.
Jeg ætla annars hvorki að reyna að hrekja það hjer
1) Fiskiskýrslur og hlunninda árið 1913—1920.
2) Bulletin statistique des péches maritimes Vol. IX, 1914—1918,
útgefnar af fiskirannsóknarráðinu, Conceil permanent international
pour l’exploration de la mer, Kh. 1922.