Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 143
Andvari
Nokkur orð um sjófiskaklak
137
gjarnt að það væri kostað sameiginlega af þeim, sem
hlut ættu að máli (eins og Guðm. Davíðsson benti á),
en það verður líklega dráttur á því, að það komist í
framkvæmd.
En fyrst það er nú svona hæpið með klak, mætti þá
ekki gera eitthvað annað til þess að halda fiskinum við
eða fjölga honum, mundu einhverjir spyrja. ]ú, víst mætti
það, og í svari Canadamanna til mín er tekið fram,
hvað þeir telja gerlegast og á sama máli eru víst flestir
fiskalíffræðingar, og það er friðun ungviðisins, og skal
jeg að lokum fara nokkrum orðum um hvað menn geta
gert í þá átt, ef á liggur.
Jeg hefi hjer að framan getið þess, að langmestri tor-
tímingu frá náttúrunnar hendi eru seiði þessara fiska
undirorpin, meðan þau svífa, en miklu minni eftir að
þau eru komin í botn. Svifseiðunum granda dauð nátt-
úruöflin (sjórót og straumar) og ýmsar lifandi verur og
við það geta menn ekki ráðið. Hinsvegar eru þau svo
að segja alveg óáreitt af mönnunum og veiðibrellum
þeirra, vegna þess, hve smá þau eru. Oðru máli er að
gegna, þegar seiðin eru komin í botn. Þá fara þau að
geta ánetjast í smáriðnustu vörpurnar (síla- og álavörp-
ur) og eftir því sem þau stækka, og verða að smáfiski,
eftir því verða gildrurnar fleiri (möskvarnir stærri), sem
þau geta ekki smogið (ýmsar fyrirdráttarnætur, síldar-
nætur, botnvarpan (the ottertrawl), og loks kolavarpan
(Snurrevaadet)), og því meiri hætta á að þau tortímist
meira en holt er fyrir fjölgun fiskanna, áður en þau
verða að nýtilegum eða verðmætum afla; nægir hjer að
nefna smáþyrsklings, smáýsu- og smálúðudráp botnvörp-
unganna á sumum miðum hjer. Við þessu má gera, ef í
raunirnar rekur.
Það vill svo til, að flestir okkar nytjafiskar halda sig