Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 157
•Andvari
Norræna kynið
151
um dögum við Eystrasalt. Þessi tilgáta, að frumheim-
kynni indo-európu tungnanna hafi verið norðan til í Európu,
kemur vel heim við það, að Európufólkið hafi bygt álfuna
frá því fyrir ísöld, og tungurnar hafa þá breiðst frá
norðurhluta eða miðhluta álfunnar austur á Indland,
suður að Afríku, vestur að Atlandshafi og norður til Is-
lands og Grænlands hins forna. Indo-európiska frum-
jþjóðin var af norrænu kyni.
Tungurnar gátu naumast hafa breiðst út nema á einn
hátt: með landnámum, ef um óbygð lönd var að ræða,
en annars með herferðum. An mikilla mannflutninga gat
það ekki orðið. Herferðirnar hafa höfðingjar og herfor-
ingjar farið, sem ágjarnir voru til fjár og landa, en önn-
ur nauðsyn gat og rekið á eftir: landleysi eða hallæri
heima fyrir. Mikil fólksfjölgun í heimalandinu hefir ef-
laust ýtt á eftir. Með herforingjunum hefir farið lið þeirra,
en fjöldi af körlum og konum hefir fylgst með eða farið
•síðar, þegar land var unnið. Höfðingjarnir hafa síðan
gefið mönnum sínum lönd og bændastjett þessi verið
þeirra besti bakhjarl, en allur innborni landslýðurinn rjett-
indalitlir þrælar eða þegnar. Þó aðflutta fólkið væri
margfalt færra en hið innlenda, þá var vegur þess því
meiri, og tunga þess og ýmsir siðir hafa því verið smám
saman teknir upp af öllum landslýð, þó hvorttveggja
breyttist margvíslega í meðförunum. Þannig sjáum vjer
að gekk víðast í löndunum, sem Rómverjar lögðu undir
sig. Þannig gekk þetta á Norðurlöndum, ef satt er, að
norræna kynið hafi útrýmt þar að miklu gömlum frum-
byggjum, »Finnum«, eins og Andr. M. Hansen telur.
Þeir eiga að hafa verið dökkir, lágvaxnir stutthöfðar af
austrænu kyni.
En hvernig reiðir svo slíku landnámi af, þegar brotist
■er til valda með herskildi í þjettbýlum löndum? Ef frum-