Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 164
158
Norræna kynið
Andvari
að ýmsu fært í indo-europeiska átt. Sagt er og, að
sumar myndir af mönnum þeirra hafi norrænan svip.
Þetta bendir helst til þess, að norræn þjóð hafi brotist
þar til valda, en verið svo fáliðuð, að hún breytti ekki
tungu landsmanna nema til hálfs, og hvarf í suðræna
fjöldanum, er frá leið. Eigi að síður gat það hafa mótað
sögu og menningu þjóðarinnar. Tungan ein sýnir ótví-
ræð indo-europeisk áhrif.
Þó ætt og uppruni Súmera sje í nokkurri þoku, þá
eru þeir ekkert einstakt dæmi þess, að norrænt kyn hafi
flutst langt suður á við árþúsundum f. Kr. Bæði getur
biblían þess, að Amorítar hafi verið ljóshærðir, og á
egyftskum myndum eru þeir sýndir þannig. Fornegyftar
hafa þekt bláeygða og ljóshærða menn, því þeir sjást á
sumum myndum þeirra. Sagt er og, að Filistear, sem
herjuðu upprunalega frá Krít á Egyftaland, en biðu
lægri hlut og settust að í Palestínu, hafi að nokkru ver-
ið norrænt kyn, eða öllu heldur höfðingjar þeirra. Gyð-
ingar segja þá mikla vexti, og hvað þeir hafa vaxið
þeim í augum, sjest á sögunni um Golíat.
Þó varlegt sje að treysta fornum sögnum, þá geta
þær stutt aðrar sannanir stórlega. Eitt af bestu dæmum
um víkingaferðir norræna kynsins endur fyrir löngu, er
Tokara-má\ib. Málfræðingar grófu þetta fornmál upp,
sem þjóð hafði talað vestan til við Kína. Málið var indo-
europeiskt kentummál, skylt latínu. Ekki gat það verið
komið þangað af sjálfu sjer. Nú segja kínverskir annál-
ar frá því, að þar vestur frá búi þjóð með blá augu og
ljóst hár. Þó aðrar sannanir væru ekki, getur enginn
vafi verið á því, að þetta hafi verið norrænn kynflokkur,
sem brotist hefir lengst inn í Asíu og stofnað þar þetta
forna ríki. Hefir þetta hlotið að vera sögulegur leiðang-