Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 131
Andvari
Nokkur orð um sjófiskaklak
125
ur sett en hin, sem klöktust í sjónum, nema hvað kvið-
pokaskeiðið er þá að miklu leyti um garð gengið og
það getur munað nokkuru, en ekkert hefi jeg sjeð um
hlutföllin þar í milli.
]eg hefi nú leitast við að gera mjög stutta grein
fyrir því, hvað tæki við fyrir hinum ungu og þróttlitlu
seiðum, sem slept er út frá sjófiska-klakstöðvunum,
hættum þeim, sem þeim eru búnar, og hinni feikilegu
tortímingu, er þau verða fyrir af náttúrunnar völdum.
Liggur þá næst fyrir að íhuga, hve mikið gagn má ætla
að verði að svona löguðu klaki, því að ekki er því að
leyna, að mikill skoðanamunur hefir átt sjer stað um
það í útlöndum og mikið um gagnsemi þess þráttað,
(eins og drepið var á í byrjun). Sumir, og einkum þeir,
er gjörðust frumkvöðlar að þesskonar klaki — en það
voru aðallega Bandaríkjamenn — töldu það óyggjandi
ráð til þess að halda fiskstóðinu við, þar sem menn álitu,
að því væri farið að fækka, eða jafnvel auka það; en
aðrir, og í þeim flokkinum voru einkum sjódýrafræð-
ingar (fiskalíffræðingar), voru efablandnir um eða van-
trúaðir á gagnsemina1)- Síðan á þeim bardagaárum hefir
þekking manna á allri líffræði sjódýra, ekki síst fiskanna
og á eðli sjávarins vaxið stórkostlega, og með aukinni
1) í Noregi varð hörð rimma um klakið. Annarsvegar voru
fiskalíffræðingarnir Dr. Johan Hjort og Dr. Knut Dahl, er rannsök-
,uðu mikið firðina í sunnanverðum Noregi, sjerstaklega með tilliti
til klaksins. Hinsvegar var hinn ötuli forkóifur þess, Dannevig
kapteinn, sem kom klakstöðinni í Flödevigen á fót og veitti henni
forstöðu, þangað til sonur hans, Alf Dannevig, tók við henni ný-
Iega. Aðalrit þeirra Hjort’s og Dahl’s er: Fiskeforsög í norske
fjorde, Kristiania 1899, en aðalrit Dannevigs: Fiskeri og Videnskab,
Arendal 1899.