Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 198
392
ísaldarmenjar og forn sjávarmörk
Andvari
Þessi regla á ekki við þær ísrákir, er hjer hafa verið
nefndar, nema að nokkru leyti. Að vísu ganga þær út
frá Reykjanesfjallgarðinum, en stefna rákanna er eigi
eingöngu miðuð við það. ]ökulbreiðan hefir eigi aðeins
náð suður að Reykjanesfjallgarðinum heldur yfir alla
Mosfellssveitina upp undir Esju.
Esjan er töluvert hærri en Reykjanesfjallgarðurinn, en
þó gætir jökuls þaðan eigi beinlínis hjer um slóðir, en
hann mun þó hafa aukið þunga jökulsins á Mosfellsheiði,
svo að áhrif hans hafa orðið meiri en ella. Meðan jök-
ullinn að austan, niður Mosfellssveitina, má sín mikils,
verða ísrákirnar frá austri til vesturs, en svo fer jökull-
inn að sunnan, frá Reykjanesfjallgarðinum, að hafa meiri
og meiri áhrif og þá ganga rákirnar meira til norðurs.
Á þeim ísöldum, sem merki sjást eftir við Reykjavík;
verður þess vegna sú breyting á joklunum í kring, að
jöklarnir í austri (og norðaustri) rjena tiltölulega meira
en jöklarnir í suðri.
Vegna mikilla úrfella að haustinu og að vetrinum,
með suðaustlægum vindum, eru jöklarnir nú á íslandi
einkum á suðurbrún (og suðausturbrún) hálendisins, því
að þar hleður niður mestum snjó. Að jöklarnir umhverf-
is Reykjavík á síðustu ísaldartímabilunum minka minst
og haldast lengst í suðurfjöllunum bendir á það, að veðr-
áttan þá hafi færst meira í það horfið, sem hún nú hefir,
að með haustinu hafi suðlægir og suðaustlægir vindar
með miklu úrfelli orðið tíðari, en vegna þess að þá hefir
verið yfirleitt nokkru kaldara en nú, þá hefir mest alt
úrfellið verið snjór, að minsta kosti til fjalla. Ef þessi
ályktun er rjett um aðal vindstöðuna, þá hlýtur alla jafna
á haustin og veturna að hafa haldið sig loftvægislægðir
fyrir suðvestan Island á þessum síðustu ísaldartímum, og
má af því ráða að sjórinn fyrir suðvestan ísland hafi