Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 74
68
Hásl<ólinn
Andvari
af, þykir þá leiðinlegt að hætta og byrja á háskólanámi.
Tölur tala hér skýrast. Á árunum 1910—1923, fyrstu
fjórtán árum nýju reglugerðarinnar, hafa útskrifast 363
stúdentar. En á árunum 1896—1909, síðustu fjórtán ár-
um gömlu reglugerðarinnar, útskrifuðust ekki nema 219
stúdentar.1) Nokkuð af þessum tölu-vexti má skýra með
fjölgun höfuðstaðarbúa og vaxandi velmegun (þó að sum
þessara síðustu 14 ára hafi verið talsverð kreppuár). En
niðurstaðan frá háskólans sjónarmiði verður hin sama fyrir
því: fleiri stúdentar með auðveldara nám að baki sér.
Við þetta bætist nú, að á styrjaldarárunum hikuðu
menn meir við að sigla til náms en áður. Og með sam-
bandslögunum 1918 mistu íslenzkir stúdentar sinn gamla
rétt til Garð-styrks við Kaupmannahafnar háskóla. Há-
skóli Islands auðgaðist að vísu við það tækifæri, þar sem
hann fékk Sáttmálasjóðinn til yfirráða. En þeim sjóði
fylgdu frá upphafi þær reglur og síðan kvaðir frá lands-
stjórninni, að stúdentar geta ekki fyrst um sinn búizt við
utanfararstyrk úr honum. Styrkur sá, sem Alþingi hefur
veitt stúdentum til utanfara, hefur verið’ af svo skornum
skamti, að það er eingöngu peningaveltu styrjaldaráranna og
óeðlilega lágu gengi Miðveldanna að þakka, að jafnmargir
þeirra hafa ráðizt í nám erlendis og raun hefur á orðið.
Vér eigum þá á hættu, að hinn sívaxandi stúdenta-
fjöldi, sem leiðin til annara háskóla er þröng eins og
nálarauga, berist samkvæmt lögmáli tregðunnar inn á þá
einu braut, sem opin stendur: inn í íslenzka háskólann.2)
1) Næslu ár er von á 40 stúdentum á ári (sjá Skyrslu um Hinn
almenna mentaslfóla 1922—23, bls. 43).
2) Árið 1911- 12 voru 43 stúdentar í háskólanum, og var það
meira en nokkurn tíma áður hafði verið í embættisskólunum þrem
til samans. En nú (1923—24) eru 100 stúdentar við nám hér í
Reykjavík.