Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 23
Andvari
Torfi Bjarnason
17
þjer nú lag á að koma stefnu á, og að fá 4 eða 5 ná-
granna í kringum yður, þá væri von á að búnaður
festi rót hjá oss«.!)
Og Torfa heppnaðist að ná í marga unga og áhuga-
sama menn. Og hann hafði líka lag á því að koma
stefnu á í kringum sig, því ýmsir af helstu bændum í
nærsýslunum við Olafsdal og í Dalasýslu eru annaðhvort
lærisveinar Torfa, eða hafa notið leiðbeiningar hans á
einn eða annan hátt. Hitt sem var hans höfuðáhugamál,
að fá búnaðarkenslunni komið í fast og sæmilegt horf,
á þann hátt, sem hjer að framan er ávikið, auðnaðist
honum ekki að sjá. Enda virðist enn þá nokkuð langt í
land þangað til svo er komið. A meðan slíkt skilnings-
leysi ríkir meðal þeirra, sem með búnaðarmálin fara, að
það eru talin hin bestu meðmæli til þess að hljóta kenslu-
stöður við búnaðarskólana hjer, að hafa lært bóklega bú-
fræði í öðrum löndum, sem öll eru meira og minna ólík
okkar landi, án þess að hafa svo að segja nokkra inn-
lenda þekkingu eða verklega kunnáttu og reynslu til að
bera, þá er ekki komið í það horf sem æskilegt væri
og nauðsynlegt til sannra þjóðþrifa.
Alt starf Torfa frá því búnaðarskóli Vesturamtsins í
Ólafsdal tók til starfa, og þangað til amtsráðið slepti
af honum hendinni 1902, var í þessu skólamáli í þá átt
er að framan segir. Vildi hann gera sinn skóla þannig
úr garði, að hann gæti talist sæmilegur og eftir atvikum
fullkominn skóli, til undirbúnings fullkomnari innlendum
búnaðarskóla. Varði hann og miklu fje og vinnu í það,
að koma skólanum í það horf, sem nú var sagt. Árið
1896 ljet hann reisa nýtt skólahús frá grunni, sem er
33 ál. langt og 111/2 ál. breitt. Og á árunum fram undir
1) Brjef lóns Sigurössonar, bls. 429—430.
2