Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 68
62
Réttarstaða Qrænlands að fornu
Andvari
því, sem sagt er um efni sáttmálans milli Grænlendinga
og konungs, að hann hefir verið frábrugðinn gamla sátt-
mála. Grænlendingar gengust undir að greiða konungi
þegngildi. Það gjörðu íslendingar eigi með sáttmálunum
og eigi fyr en með lögtöku Járnsíðu. Hvorttveggja þetta
sýnir það berlega, að Grænland hefir verið sjálfstætt
ríki, óháð Islandi, og engin ástæða er til að ætla, að
þeir hafi haft Islendinga með í ráðum, er þeir gengu
konungi á hönd. Sérstaklega er engin ástæða til að
ætla, að Olafur Grænlendingabiskup hafi komið hing-
að 1262, í því skyni að vera á alþingi við samningana
fyrir Grænlendinga hönd.1) Fyrst og fremst kom Olafur
byskup ekki hingað fyr en 1262, þ. e. ári eptir að fréttin
um samninga Grænlendinga við konung var komin til
Noregs. Auk þess mun hann ekki hafa komið hingað
fyr en eptir alþingi 1262, m. ö. o. eptir að búið var að
gjöra gamla sáttmála. Skip hafa á þeim tímum varla
lagt út frá Grænlandi fyr en í ágústmánuði. Svo er og
að sjá, að Ólafur biskup hafi verið á leið til Noregs,
og að það hafi verið tilviljun ein, að hann lenti hér á
landi. Skálholtsannáll segir að hann hafi brotið skip sitt
í Herdísarvík.2) Loks er næsta ótrúlegt, að Grænlend-
ingar hefðu verið svo skammsýnir, að senda einmitt
þennan mann, sjálfan erindreka Hákonar konungs, til
samninganna af sinni hálfu. Islendingum hefði ekki komið
til hugar að fela norsku biskupunum það mál af sinni
hendi. Einar Benediktsson 3) hefir ennfremur talið, að bréf
Friðriks konungs annars, frá 12. maí 1568, sýni, að
gamli sáttmáli hafi átt að gilda jafnt fyrir bæði löndin.
1) Einar Benediktsson í Eimreiöinni XXX. bls. 57.
2) Isl. Annálar (útg. G. Storms) bls. 193.
3) Eimreiðin XXX bls. 57.