Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 107
Andvari
Þrætan uni Grænland
101
sögu Grænlands, þegar Danir áskilja sjer samþykki
Fylkjanna, um drottinvald yfir þeim hluta ísauðnarinnar
sem kendur er við Peary, þegar þeir seldu þeim Vestur-
eyjar. En þetta skilyrði stendur aptur í nánu sambandi
við þá ráðstöfun Danastjórnar að láta konung leggja
Grænland undir sig á hátíðlegan hátt, þegar hann sigldi
þangað vestur frá Islandi. — Hjer koma efalaust fram
áhrif nýrra skoðana og vísindalecjs álits um gildi og
gagnsemd hins mikla ísríkis við Norðurskautið, og hefur
þessa áður verið minnst út af ummælum Vilhjálms Ste-
fánssonar, er skorar fastlega á Bretastjórn að láta sjer
ekki standa á sama um þau óendanlegu auðæfi, er ísalög
byrgja þar í löndum og höfum. Loks má enn þá nefna
mótmæli Kanada gegn því, að norðurskautið verði lagt
undir önnur ríki. En sjerstaklega mun þó koma hjer til
álita, hverju yfirráðin yfir þessum stöðvum geta almennt
valdið í hernaði. — Enn virðisf það hjer koma glöggt
fram, að öllum þjóðum væri fyrir bestu að Grænland fylgi,
eins og því ber að sögulegum rjetti, vopnlausa ríkinu, sem
aldrei getur afhent neitt af landsvæðum sínum, án sam-
þykkis þeirra sem tryggja ævarandi hlutleysi þess, nje
heldur getur orðið fyrir árásum, án þess að um leið sje
ráðist á móti hagsmunum, lögum og jafnvægi meðal al-
þjóða. Og sje rjettilega litið á það, sem gjört hefur verið
fyrir Grænland, af öðrum en Islendingum í gamla daga,
verður það harla Ijett á metunum. A árunum 1727—33
var verslunin við Grænland (fyrst frá Björgyn og síðan
frá Höfn) rekin á ríkiskostnað, með því að annars niundi
ekkert verða af útibúinu. Þá var erindreki sendur gagn-
gert af stjórninni, fil þess að gefa skýrslu um það,
hvernig versluninni yrði best fyrir komið. Síðan var
skipuð nefnd til athugunar um Grænland og varð þar
niðurstaðan sú, að gjöra bæri enn öflugri ráðstafanir til