Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 73
Andvari
HásUólinn
67
urum jDrestaskólans, voru látnir mynda nýja deild, heim-
spekisdeild.
Því verður ekki neiíað, að hér var gætilega af stað
farið. Enginn efaðist um nauðsyn þess að hafa hér
prestaskóla og læknaskóla, og lagaskólinn var stofnun,
sem þjóð og þing höfðu lengi óskað eftir og barizt fyrir.
Það var vafalaus framför, að kennarar og stúdentar
allra skólanna ætti kost á að kynnast meir og vinna
saman. í raun og veru höfðu allir þessir skólar verið
háskóladeildir, þótt litlar væri. Samt fundu þeir menn,
sem að stofnun háskólans stóðu, að hann gat ekki borið
það nafn, nema íslenzk fræði væri kend þar líka. Þar
áttum vér kost á að eignast menn, sem væri frenistir í
sínurn flokki, gæti skapað verk, sem bæði efldi hróður
háskólans út á við og vinsældir hans meðal almennings.
Með nafninu var stofnuninni sett hátt mark og hún átti
að vaxa eftir því sem þjóðinni yxi sjálfri fiskur um hrygg.
Mér er óhætt að fullyrða, að annmarkarnir á æðri menta-
málum vorum koma hvorki af því, að rangt hafi verið
tii háskólans stofnað í fyrstu, né af því. að kennarar
hans hafi brugðizt skyldu sinni. En eftir að háskólinn
fók til starfa hafa atriði kornið til greina, sem breytt
hafa mjög afstöðu hans, en stofnendurnir gátu ekki séð
fyrir.
Árið áður en háskólinnn var stofnaður, útskrifuðust
fyrstu stúdentarnir frá Hinum almenna mentaskóla. Á
því getur enginn vafi leikið, að mentaskólinn er miklu
léttari en lærði skólinn var, einkanlega inntökupróf til
fyrsta bekkjar og gagnfræðapróf. Slíkur skóli teygir nem-
endur stig af stigi. Þó að þeir hafi í fyrstunni ekki
hugsað hærra en til gagnfræðaprófs, eru þeir komnir inn
í lærdómsdeildina og orðnir stúdentar áður en þeir vita