Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 49
Andvari
Réttarstaða Grænlands að fornu
43
lendingar hefðu haft nokkurn hag af því sambandi. t>að
getur verið metnaðarmál fyrir ríki nú á tímum, að eiga
nýlendur, og það gat verið það fyr á tímum fyrir valda-
gjarna þjóðhöfðingja, en fyrir ríki, sem eins var hagað og
lýðveldinu íslenska, hefir það ekkert metnaðarmál verið.
Þjóðernistilfinningin er eigi svo sterk á þeim tímum, að
hún geti ráðið slíku sambandi. Trúin getur heldur ekki
hafa ráðið því. Islendingar áttu engan allsherjar helgi-
dóm, er líklegt sé að útflytjendurnir í Grænlandi hefðu
sótt til. Engir verslunarhagsmunir tengdu löndin saman.
Hvorugir höfðu neitt til annars að sækja í þeim efnum.
Samgöngurnar milli landanna hafa altaf verið örðugar,
og þegar frá leið, og báðar þjóðirnar urðu komnar upp
útlendinga um siglingar, hafa ferðir á milli landanna á
orðið mjög strjálar og stopular. Allar þessar ástæður
gjöra það ótrúlegt, að stjórnskipulegt samband hafi verið
á milli landanna.
Samband Islands og Grænlands hefði getað verið með
tvennu móti. Annaðhvort hefðu löndin verið nokkurn
veginn jafnrétthá eða Grænland hefði verið lægra sett,
hefði verið skattland eða lýðland Islands. Þriðja mögu-
leikann, að Island hefði verið lægra sett en Grænland
í sambandinu, þarf ekki að athuga. Stjórnskipulegt sam-
band milli landa var á þeim tímum optast fólgið í því,
að löndin lutu sama þjóðhöfðingja. Því var ekki til að
dreifa hér. En sambandið gat líka, þó að það væri miklu
sjaldgæfara, verið fólgið í því, að löndin ættu aðrar þjóð-
félagsstofnanir saman, og hér var þá ekki um aðra
stofnun að ræða, er sameign þeirra gæti verið, en al-
þingi, að lög, sem það setti, hefðu gilt einnig á Græn-
landi og það hefði einnig dæmt grænlensk mál. Hefði
svo verið, mætti búast við, að hluttöku Grænlendinga í
alþingishaldinu væri einhversstaðar getið í sögunum eða