Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 47
Andvari
Réttarstaða Grænlands að fornu
41
hefir ritað, hafi áður haldið þeirri skoðun fram. Almenna
skoðunin hefir verið sú, að Grænland hafi verið sjálf-
stætt lýðríki fram til þess, að það gekk Noregskonungi
á hönd 1261. Einar Benediktsson telur þá skoðun stafa
af misskilningi manna á ummælum Konráðs Maurer. En
Maurer hefir, víðar en á einum stað, látið skoðun sína
um þetta mál í ljósi, svo greiniiega að eigi verður mis-
skilið. M. a. segir hann í einum stað: ') Eptir íslenskri
fyrirmynd var þar (í Grænlandi) stofnað sjálfstætt lýð-
veldi. (Nach islándischem Muster bildete sich sofort in
diesem ein selbsstándiger Freistaat). Af öðrum höfund-
um skal eg aðeins tilgreina þá Jón Þorkelsson,1 2) Finn
jónsson,3) Björn M. Olsen 4 5) og Fialldór Hermannsson 3).
Schlegel, sem Einar Ðenediktsson vitnar í, heldur því að
vísu fram 6) að »de Islandske Love og Retsnormer vare
ogsaa gieldende paa Grönland«, en hann segir hvergi,
að Grænland væri hluti íslenska ríkisins.
Þegar litið er til stjórnarskipunar lýðveldisins íslenska,
þá er það fyrirfram ólíklegt, að valdsvið þess hafi náð
til annara landa. Sérstakar sögulegar ástæður Iiggja til
þess, að stjórnarskipun vor varð eins og hún var, og
hún verður eigi skilin til hlítar, nema menn hafi þær
ástæður í huga. Hjá öllum germönskum þjóðum er ríkið
upphaflega lítið um sig og vald þessiítið. Amira 7) segir:
»Upphaflega eru Germanir greindir í fjöldamörg ríki,
sem optast eru svo lítil, að íbúar þeirra eru að eins brot
1) Altnord. Rechtsgeschichte I. bls. 93.
2) Andvari XXXV bls. 29 n. m.
3) Um Grænland bls. 39.
4) Skírnir 84 bls. 217 -218.
5) Grein hans um þetta efni í Lögbergi hefi eg því miður eigi
nú með höndum.
6) Nord. Tidskr. for Oldk. 1832 bls. 150.
7) Grundriss des germ. Rechts bls. 113.