Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 122
116
Nokkur orð um sjófiskaklak
Andvari
ekki á löngu, áður en menn fóru að klekja út í stórum
stýl, og riðu hinir hagsýnu »Ameríkumenn« á vaðið. Um
eða skömmu eftir 1870 byrjuðu þeir að klekja þorski
og ýsu nálægt Gloucester, Mass., og ekki löngu seinna
fóru þeir að klekja á þar til gerðum skipum. Um sama
leyti var sett upp stöð í Dildó-ey við Newfoundland.
Svo fara Evrópumenn að hreyfa sig, og voru Norðmenn
þar fyrstir til, ekki þó beinlínis af því, að Sars hafði
bent á möguleika til sjófiskaklaks, heldur af því, að
fregnir fóru að berast af aðgerðum Ameríkumanna. 1884
var komið á fót þorskaklakstöð í Flödevigen hjá Aren-
dal, enda þótti mönnum þá sem innfjarðaþorskurinn þar
við Skageraksströndina vera farinn að þverra, og tilgang-
urinn var víst einkum sá, að reyna að fjölga þessum fiski.
Svo komu Bretar löngu seinna og settu upp klakstöðv-
ar í Dunbar á Skotlandi, í Plymouth og síðar eina í
Piel, nálægt Fleetwood. Stöðin í Dunbar er nú víst
lögð niður fyrir löngu, en nú er klakið á líffræðisstöðinni
í Aberdeen. Bretar klekja nærri eingöngu kolategundum.
í Aberdeen er eingöngu klakið skarkola (Plaice), í Piel
skarkola og kolategund, sem ekki er hjer við land,
Flounder, (Pleuronectes flesus). Skarkola (Guldflyndre)
er og klakið nokkuð á líffræðisstöðinni í Trondhjem í
Noregi. I Bandaríkjunum er nú klakið þorski (Cod), ýsu
(Haddock), lý (Pollock, Gadus pollachius), þorsktegund,
sem ekki er hjer við land, en þó langmest kolategund
einni amerískri, sem ekki er við Evrópustrendur og nefn-
ist Winter-Flounder (Pleuron. americanus). Eru þar nú
þrjár stöðvar, er klekja þessum fiskum: í Boothay Har-
bor í Maine, í Gloucester og í Woods Hole, Mass. Auk
þess er nú gert töluvert að því að setja menn á fiski-
skip til þess að frjóvga egg. I öðrum löndum veit jeg