Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 18
16
Torfi Bjarnason
Andvari
son sýslumaður í Strandasýslu, sem þá bjó stórbúi í Bæ
í Hrútafirði, og var hinn mesti búnaðarfrömuður, hvatt
Torfa til þess, að koma skólanum á fót og til þess að
senda amtsráðinu tilboð um stofnunina.
Árið 1879 sendi svo Torfi amtsráði Vesturamtsins
skriflegt tilboð, um að koma á fót kenslu í jarðyrkju og
búfræði á áðurnefndri eignar- og ábýlisjörð sinni, svo
framarlega sem hann öðlaðist til þess þann styrk af al-
mannafje, að honum verði til undirbúnings stofnuninni
veittar 1000 krónur, og þar eftir árlegur meðgjafarstyrk-
. ur með þeim piltum, er kenslunnar nytu. Kenslan átti
að vera í tvö ár og meðgjafarstyrkur nemanda fyrra
árið 200 kr. fyrir hvern pilt og 100 kr. síðara árið, en
á ári hverju skyldi verða veitt móttaka þremur piltum;
þar að auki skyldu honum greiðast 100 kr. á ári, sem
styrkur til viðhalds á verkfærum.
Amtsráðið, sem hafði fengið meðmæli með þessari
fyrirhuguðu kenslustofnun frá sýslunefndunum í Snæfells-
ness- og Hnappadals-sýslum, Dalasýslu og Strandasýslu,
viðurkendi fullkomlega nytsemi og nauðsyn hinnar fyrir-
huguðu kenslu og ályktaði að styðja fyrirtæki þetta sem
unt væri, og áleit, að styrkur af almannafje í þessu skyni
ekki mætti minni vera en farið er fram á, ef kenslan ætti
að geta komist á og samsvarað tilgangi fyrirtækisins.i)
Það mundi þykja ærið nýstárlegt nú á tímum, að
skólastjóri og bústjóri tækist á hendur að kenna einn
allar námsgreinar,1 2) þótt ekki væri nema nokkrum mönn-
1) Stjórnartíðindi 1879, bls. 107.
2) Segir svo í reglugerð fyrir stofnuninnina 14. ág. 1880. 1. gr.
í Ólafsdai í Dalasýslu er sett kenslustofnun fyrir Vesturamtið í
jarðarrækt og búfræði, eftir samningi milli amtsráðsins í Vestur-
amtinu og eiganda jarðar þessarar, Torfa Bjarnasonar, er hefir á
hendi alla kenslu við slofnunina og annast um stlórn hennar.