Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 64
58
RéttarstaÖa Grænlands að fornu
Andvari
Arnbjarnar austmanns og vígi Ossurar frænda hans.1)
Getið er og víðar um útlaga menn á Grænlandi, t. d.
Hrólf þann, er barg Þorgilsi örrabeinsstjúp, og útilegu-
mennina í Eiríksfjarðareyjum, er Þorgils vann.2) Fátt
verður að öðru leyti sagt með vissu um dómaskipun eða
réttarfar Grænlendinga. Þó er talað um að dómur »fari
út«3) og bendir það ef til vill til þess, að þingsköpin
hafi verið lík því sem var hér á landi, að minnsta kosti
líkar reglur gilt um útfærslu dóma þar og hér, en þær
reglur og orðatiltækið að »dómur fari út« er sérstaklega
íslenskt. Olíklegt er þó að fleiri dómar en einn hafi verið
á grænlenska þinginu.
Lögsaga mun hafa farið fram á Garðaþingi eins og
á alþingi íslendinga. I Skáld-Helga rímum er þess
getið um Helga, að
lýðurinn gaf honum lögmannsstétt,
landsins skipar hann öllum rétt,
ýtum þótti engi nær
jafnve! vera til þess fær.4)
Hefir þetta verið skilið þannig að Helgi hafi verið lög-
sögumaður á Grænlandi.5) Er það sennileg skýring, og
þó að rímurnar nefni hann lögmann, en ekki lögsögu-
mann, þá er það ekkert tortryggilegt, því menn rugl-
uðu þessum tveimur nöfnum opt saman hér á landi á
14. og 15. öld. En hafi lögsaga farið fram á þingi
Grænlendinga, getur varla hjá því farið að lagasetning
1) Flateyjarb. III. bls. 448, 450.
2) Flóams. 24/47, 25/50.
3) Flateyjarb. III. bls. 448.
4) Rímnasafn I. bls. 148.
5) Sbr. t. d. Jón Þorkelsson í Andvara XXXV. bls. 29, Ftnnur
Jónssop: Um Grænland bls, 39, Daniel Bruun: Erik den Röde
bls. 36.