Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 201
Andvari
ísaldarmenjar og forn sjávarmörk
195
í hinni fyrri ritgerð ályktar höfundurinn, að við lok
ísaldarinnar hafi sjávarmálið verið eins lágt eða lægra
en nú. Síðan gekk sjórinn hærra upp, en stöðvaðist um
tíma við 40—45 m. hæð yfir núverandi sjávarmál. Forn-
skeljar í Saurbænum við Qilsfjörð sýna, að kuldinn í
sjónum var þá mjög mikill, jökulröndin hefir á þessu
tímabili færst hærra, en var þó í mynni þeirra smádala,
er liggja að Saurbænum, er sjórinn náði hæst upp, en
það var um 80 m. yfir sjávarmál nú. Fornskeljar í Belgs-
dal og í Gullmel bera vott um það, að enn þá var kalt,
enda náði jökullinn þá niður að þáverandi fjörumarki,
svo sem sjest af jökulruðningi á þessum stöðum. Eftir
það lækkar sjávarmálið hægt og hægt, jafnframt vex hit-
inn, svo sem fornskeljar í Laxárdalnum sýna.
Vfirleitt ber þessu mjög vel saman við það, er jeg
ritaði um Akureyrarbrekkuna, og rannsóknir Guðmundar
G. Bárðarsonar í Borgarfirði sýna einnig, að skamt
hefir verið til jökla, er sjór náði þar hæst upp. ]ökull
hefir þá gengið út í mynnin á flestum minni dölum í
Borgarfjarðarsýslu.
Um efstu sjávarmörk á þessum tíma er nokkur ágrein-
ingur. Við Akureyri fann jeg fjörumark í 58—60 m.
hæð, en gat þess að sjór hefði ef til vill gengið hærra,
þótt þau fjörumörk sæust eigi greinilega við Akureyri. í
Saurbænum vestra fann G. G. Bárðarson efstu fjöru-
mörk í 80 m. hæð, en í hinni síðari ritgerð telur hann
efstu fjörumörk í Borgarfirði í 80—100 m. hæð. í 100
m. hæð eru þó sjávarmörkin mjög fá og vafasöm. Ann-
ars eru efstu sjávarmörk í Borgarfirði eftir mælingum
hans frá 60—90 m. yfir sjó, en 80 m. hæðin þó algeng-
ust. Þar sem munurinn á efstu sjávarmörkum eftir þessu
er 30 m., er eigi ósennilegt, að hjer sje um fleiri en