Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 54
48
RéUarstaða Grænlands að fornu
Andvari
hugsun og sú er réð ákvæðunum sem nefnd voru undir
1. hér að framan.
Miðsetningin sýnir að vegandinn, er sekur varð í
Grænlandi, varð einnig sekur hér, sjá um það atriði,
næstu gr. hér á eftir. I þessu ákvæði felst annars sú
breyting á almennum reglum, að vígsakaraðili sem selt
hafði vígsök, gat þrátt fyrir scluna, sótt sjálfur um björg
vegandans hér á landi. Annars var reglan sú, að víg-
sökinni fylgdu, er hún var seld, allar sakir er af henni
leiddi, þ. á. m. sök um bjargir vegandans, Grg. II. 282,
344, 398. Þetta kom sér sérstaklega illa, ef sá er sök-
ina hafði tekið var erlendis, er vegandinn kom hingað
út. Þá var enginn hér á landi er sótt gæti um bjargirn-
ar. Ur þessu á regla þessi að bæta. Vel má vera, þó
það sá hvergi orðað, að samskonar regla hafi einnig
gilt um víg sem vegin voru annarstaðar erlendis, en í
Grænlandi. En reglan byggist á því einu, að Græn-
land er annað land, og bendir alls ekki til þess að
samband íslands við það hafi verið nánara en við önn-
ur lönd.
3. Grg. II. 389—390: Ef maðr verðr sekr á Gröna-
landi ok er hver þeirra manna sekr hér er þar er sekr.
En svá skal hér sækja um björg hans hins seka manns,
er út þar varð sekr ful/ri sekt, sem hann yrði hér sekr
á várþingi, þar til er sagt er til sektar hans á alþingi.
Svá skal maðr verja sök þá hér um víg þat, at leiða
fram at dómi v. vára landa, þá er þat leggi undir þegn-
skap sinn, at hinn vegni væri eigi fjörvi sínu at firr at
sá maðr væri þar eða þat ella at sjá maðr ætti fé sitt
at verja eða fjör.
Menn hafa skilið upphaf ákvæðis þessa á þá leið, að
grænlenskir sektardómar hefðu einnig haft í för með sér