Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 140
134
Nokkur orð um sjófiskaklak
Andvari
eða hitt, að sumum fiski, ef til vill, fari fækkandi hjer
við land. Um það vita menn ekkert með vissu, enn sem
komið er, og því eigi auðið að segja af eða á um það.
Jeg vil aðeins benda á, að mönnum hættir oft við að
telja það fiskfækkunarvott, ef fiskur bregst nokkur ár á
einhverju svæði, enda þótt það hafi oft borið við á liðn-
um öldum. Aflaleysi hjá einum getur líka vel komið af
því, að fiskur er tekinn af öðrum, eins og á hinum ytri
grunnmiðum (Sviðinu o. fl.) í Faxaflóa, eða hann nær
ekki að ganga á grunnmið, af því að hann er tekinn
lengra úti, eins og ef til vill á sjer stað við Vestfirði.
En vegna þess þarf ekki að vera nein fiskfækkun. Svo
má og gera mun á, hvort afli á skip eða mann mink-
ar, eða hvort fiskinum fækkar í raun og veru. Það
mál er órannsakað hjer enn þá. Aflinn á hvert skip
getur minkað, ef skipunum er fjölgað, þó að fiskinum
fækki ekki, nje aflinn í heild rjeni. Hið mikla smáfisks-
dráp, sem stundum kvað vera á botnvörpungum hjer,
hefir líka komið mönnum á þessa (ofboð skiljanlegu)
skoðun, en ósannað er það, hvort fiskurinn þolir það
eða ekki. Hinsvegar bendir reynsla manna í Norðursjó
og jafnvel hjer í Faxaflóa á að friðun sú, sem styrjöldin
miklu hafði í för með sjer, hafi haft töluverð áhrif í
fjölgunaráttina, enda þótt þar megi líka taka tillit til þess,
að færri skip voru um fenginn, og því gat hann líka
orðið meira hjá hverju einu, auk þess sem bátar hjer í
Flóanum gátu verið í friði á sínum gömlu, góðu miðum.
Þótt ekkert sje nú sannað um fækkun, mætti þó gera
ráð fyrir að hún væri, og að því væri þörf að gera
eitthvað til þess að halda fiskstóðinu við og helst auka
það. Hvað ætti þá að gera? Sumir mundu telja klak
hið heppilegasta, þrátt fyrir það sem sagt er um klak
hjer að framan, og skal það nú íhugað nánara. Fyrst