Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 46
40
Réttarstaða Qrænlands að fornu
Andvari
alt önnur þá, en hún er nú. Landnámin, bæði á Islandi
og í Grænlandi, voru einkafyrirtæki og þau furðu smá-
vaxin. Það var ekkert sameiginlegt skipulag á þeim,
ekkert sameiginlegt vald bak við þau, er stjórnaði þeim
eða veitti landnemunum fulltingi, ef þess þurfti með.
Optast hefir hver fjölskylda unnið fyrir sig, þar sem best
hefir látið, hafa ein eða tvær skipshafnir verið í sam-
lögum um landnámið. Landnám með þeim hætti var
ómögulegt, nema í óbygðu landi eða þar sem mót-
spyrnu gætti ekki frá frumbyggjunum. Þessvegna tókst
að nema Island og Grænland með þessum hætti. Þess-
vegna mistókst landnámið á Vínlandi. Mótspyrna frum-
byggjanna þar var of sterk til þess að hinir fáliðuðu
landnemar gætu fest þar bygð. Hitt er auðskilið, að það,
að landnám gjörðist með þessum hætti, hlýtur að setja
ákveðinn svip á sögu landsins. Þjóðfélagsskipun í slíku
landi hlýtur að verða í brotum framan af. Skipulags-
leysið, sem var á landnámunum, verður líka í samlífi
landnemanna í nýja landinu fyrst í stað, það er ekki
fyr en síðar, að stjórnarskipunin kemst í fast horf. Það
verða síðari atburðir, sem ráða því, hvort nýlendan teng-
ist öðrum löndum stjórnskipulegum böndum.
III. Hér að framan var það sýnt, að Grænland var
íslensk nýlenda, sé nýlenduhugtakið tekið í víðustu
merkingu sinni. En var Grænland íslensk eða norsk ný-
lenda í þrengri merkingu? Var það stjórnskipulega
tengt Islandi eða Noregi?
Nýlega hefir Einar skáld Benediktsson haldið fram
þeirri skoðun, að Grænland hið forna, hafi verið hluti
af íslenska ríkinu.1) Hefi eg ekki getað fundið, að neinn
annar lögfræðingur eða sagnfræðingur, er um þetta mál
1) Eimreiðin XXX bis. 47. o. þ. e.