Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 211
.Anávv. r:
Athugasemdir
205
skrifuð á Skútusiöðum 31. ágúst 1712, af hreppstjóra og
öðrum manni, sem tilkvöddum vottum. Eru þessar upp-
lýsingar svo ótvíræðar, að eigi þurfa skýringa við, en
geta má þess, að þau falla í öllum aðalatriðum mjög svo
saman við þá venju, sem haldist hefir til þessa dags. Er
það eigi breyting á henni eða brot, þó þær jarðir, sem
ekki eiga land að vatninu, hafi lítt stundað netjaveiði í
almenningi um nokkra undanfarna áratugi. Veldur því
veiðiþurð í vatninu og þverrandi mannafli á jörðunum,
en eigi breyting á veiðiréttinum frá fornri venju. Dorgar-
ganga hefir aftur á móti verið stunduð óslitið frá sömu
jörðum, enda er það handhægri veiðiaðferð fyrir þá er
fjær búa, og lítið í hættu haft um áhuldakostnað, þó afli
verði stopull, og veiði eigi stunduð nema eftir atvikum.
3. Jarðabók J. Johnsens (útg. 1847).
I almennum athugasemdum við Skútustaðahrepp, sem
teknar eru eftir jarðamatsskýrslum frá 1508, er svo-
hljóðandi málsgrein (bls. 324): ». . . Allir hafa (og)
hreppsbændur silungsveiði, meiri og minni, og eggja-
tekju í Mývatni“.
4. Hreppsbækur Skútustaðahrepps.
1 skýrslu þeirri, eða söguágripi, sem hér er gert að
umtalsefni, getur höf. (St. St.) um, að samþykt hafi verið
gerð hér við vatnið 1889, um takmörkun silungsveiða
o. fl. Gerðabók hreppsins ber með sér, að samþykt þessi
hefir verið gerð 1887, og að með málið hefir að öllu
verið farið sem alment hreppsmál. Sést það meðal ann-
ars á því, að haustið 1887 hefir sveitarstjórnin útnefnt
»gæslustjóra við silungsfriðun, samkvæmt hinni nýjit frið-
unarreglugerð.« Eru jöfnum höndum valdir til þess bænd-
ur, seni eigi áttu land að vatninu, sem hinir, enda er
það vitanlegt, að samþykt þessi mun eigi síst hafa kom-
ást á, fyrir atbeina hinna fyrtöldu.