Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 132
126
Nokkur orð um sjófiskaklak
Andvari
þekkingu hafa hinir »praktisku« klakmenn orðið var-
kárari í orðum og vísindamennirnir víðsýnni og deilan
jafnast mikið.
]eg gat þess áður, í upphafi þessa máls, að jeg hefði
leitað upplýsinga og umsagna um sjófiskaklakið og gagn-
semi þess til stofnana í löndum beggja megin Atlants-
hafs, og skal jeg nú birta hið helsta af umsögnunum,
(upplýsingarnar hefi jeg fljettað inn í hjer að framan);
þær eru gefnar af mönnum, sem samkvæmt stöðu sinni,
þekkingu og mentun, eiga að vera fullfróðir um fram-
kvæmdirnar og manna færastir til að dæma óhlutdrægt
um gagnsemi þeirra. Skal jeg nú birta hið helsta af
þessu, og get geymt mjer að láta í ljós mitt eigið álit,
sem er miklu minna virði, þangað til í niðurlagi kafl-
ans, þar sem minst verður á sjófiskaklak hjer við land.
Fyrir hönd fiskimálastjórans (Fiskeridirektör) norska
svarar einn af ráðunautum skrifstofunnar. Hann minnist
fyrst dálítið á deiluna milli þeirra Dannevig, Dahl og
Hjort, rannsóknir hinna síðartöldu og ályktanir, og telur
þá alla nokkuð hlutdræga. Skýrir svo frá því, að 1910
hafi verið skipuð nefnd (dýrafræðingarnir Appelöf og
Nordgaard, sviffræðingurinn Gran o. fl.) til þess að
dæma um gagnsemi klaksins, og að hún hafi komist að
þeirri niðurstöðu, að gagnið að klakinu væri ósannað,
en að rjett væri að halda því áfram (þó var Appelöf á
móti síðari hluta ályktunarinnar)1). Loks segir hann:
»Núverandi álit norskra líffræðinga er rjettast að tákna
sem velviljaða efasemi (velvillig skepsis). Menn geta sem
sje ekki sagt það ómögulegt, að eitthvað gagn geti verið
1) Álif nefndarinnar hefi jeg nú fengið og er alveg rjeff skýrl
frá því í svarinu. Stöðin heldur áfram sem tilraunastöð.