Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 52
46 Réttarstaða Grænlands að fornu Andvari
að ná til a. m. k. tveggja manna hér á landi, er svo
var ástatt um. Væri vígið unnið fyrir sunnan Danmörk
eða í Vesturlöndum, varð þetta örðugra, enda er þá
látið nægja, þó sannaðarmennirnir hefðu verið síðar í
landinu. Að skilyrðin eru ennþá vægari, að því er til
Grænlands tekur, getur ekki stafað af öðru en því, að
það hefir verið talið ennþá ólíklegra, að hægt væri
að ná hér til manna, er verið höfðu í Grænlandi, en
jafnvel til manna, er verið höfðu t. d. í Þýskalandi eða
Englandi. Ákvæðið bendir því engan veginn til þess, að
sambandið við Grænland hafi verið náið, heldur þvert á
móti. Þar sem Schlegel 0 og Maurer 1 2) hafa leitt það út
af þessu ákvæði, að eigi hafi þurft að vanda kviðinn
að tengdum, ef vígið var unnið í Suðurlöndum eða
Vesturlöndum, þá virðist það alveg óheimilt. Þó ekki sé
minnst á tengdirnar i Grg. II. 388, þá er engin ástæða
til að ætla, að í þessu tilfelli einu væri vikið frá hin-
um almennu ströngu reglum um óhæfi skyldmenna og
tengdamanna aðila til að sitja í dómi eða kvið.
2. f áframhaldi af ákvæðunum er nefnd voru segir
ennfremur í Grg. II. 389: Ef aðilirm er á Grönlandi
ok sættist hann þar á víg eða sækir um, ok er þá eigi
hér sókn til. Nú er eigi aðili út þar, ok sækir annar
maðr þar til fullra laga, ok á aðili þó at sækja um
björg þess manns hér, ok þarf hann eigi at taka þær
sakir af öðrum mönnum. En ef annar maðr sækir út
þar en aði/inn ok eigi til fullra Iaga ok er þá sókn
hér til.
í ákvæðum þessum eiga 1. og 3. setningin saman,
eru um sama efni. Hér er einnig að ræða um mál út
1) Nord. Tidskr. for Oldk. 1832 bls. 149.
2) Altnord. Rechtsgesch. V. bls. 107.