Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 207
Andvari
Athugasemdir.
í síðasta árgangi Andvara birtir hr. Bjarni Sæmunds-
son, í ritgerð sinni um fiskirannsóknir, einskonar skýrslu,
eða sögulegt ágrip, frá Stefáni Stefánssyni í Neslönd-
um um veiðiskap við Mývatn. A hún bæði að ná yfir
aflabrögðin sjálf, veiðiaðferðir, veiðiréttindi og umbóta-
tilraunir.
Þó skýrsla þessi flytji rétt mál í sumum atriðum, þá
orkar svo tvímælis með önnur, svo eigi sé meira sagt,
að eigi þykir rétt, að þau standi með öllu ómótmælt.
Þó myndi eigi áminstar missagnir og ágreiningsatriði
hafa verið gerð að opinberu umræðuefni, ef greinarhöf.
(Bj. Sæm.) hefði eigi talið sér svo sérstaklega mikinn
feng í skýrslu þessari, og hinsvegar vitanlegt, að upp-
lýsingum um alt það er að veiðiskap lýtur hér við Mý-
vatn, er víða töluvert sérstakur gaumur gefinn um þess-
ar mundir, af tveim ástæðum: — fyrst þeirri, að hér
mun lengst á veg komið með silungaklak, og aðrar til-
raunir, er að silungsrækt lúta, en fyrir því máli er vak-
inn almennur áhugi hér á landi, og í annan stað er
mörgum vitanlegt, bæði fjæt og nær, að forn venja um
veiðirétt í Mývatni muni hafa gefið einna skýrasta for-
dæmið til ákvæða vatnalaganna um rétt viðkomandi
hreppsbúa til veiði í almenningum vatna þeirra, er í
bygðum liggja. Mundi það því vekja athygli, ef vefengt