Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 114
108
Þrætan um Grænland
Andvari
geti dregið í efa, að Grænland sje eitt af löndum danskrar há-
tignar, með því að hið nefnda land sje byggt og numið frá Noregi'1
— — sem sýnir, að hann telur landið ekhi týnt aða tapað; enda
bendir Friðrik 4. á, að leita skuli upplýsinga um það hjá sjómönn-
um, sem hann nafngreinir (Kgsbrjef 17. nóv. 1719). Um tilgang
sinn fer Egede þeim orðum „að það hafi einkanlega verið augna-
mið hans, að tendra að nýju guðsþekkingar Ijós fyrir þeim, sem
það hafi verið slokknað um langan tfma“. Hann talar enn fremur
(sst. bls. 19) um tilraunir sínar til þess að fá nokkra „kristilega
sinnaða" til aðstoðar, en helst hafi virst mögulegt að koma slíku
á með stofnun „fjelags, er hefði einkarjett samkvæmf allranáðug-
asta konungsleyfi".
Bls. 97 a.
William Scoresby (1739- 1857) var hvalaveiðamaður, guðfræð-
ingur og rithöfundur. Hann mældi nákvæmlega kafla af austurströnd
Grænlands, milli 69° 30' til 72* 30', sem er fyrsta vísindalega mæl-
ing af þeim hluta landsins. Hann er talinn fremsti frumkvöðull að
leitum Breta eptir „norðvesturleiðinni". Faðir hans, samnefndur,
varð auðugur af hvalaveiðunt og hafði son sinn með sjer í norður-
höf á barnsaldri.
Bls. 97 b.
Þegar eitt sinn kemur til þess, að dæma fyrir þjóðarjetti um
gildi danska Iandnámsins 1921 verður þess minnst, að þetta var
gjört með laúnung á þann hátt, að beiðni Islendinga um það að
fá að vera með í för konungsins vestur var þverneitað. Sama er
að segja t. d. um frjettaritara heimsblaðsins „Times". Þegar starfs-
maður blaðsins í Höfn fjekk ekki að fylgjast með, er konungur
hóf Islandsför sína, fól Times vísindamanni einum alkunnum, sem
átti ieið til Islands að leita leyfis til Grænlandsfararinnar, en þess
var enginn kostur.
Bls. 100.
Gagnvart þeim, sem fara úrteljandi orðum um íslenskar kröfur
lil „ jökulbreiðunnar" miklu fyrir vestan, mætti færa margt merki-
legt og fróðlegt til, t. d. úr bók hins heimsfræga landa vors, Vil-
hjálms Stefánssonar: „Norðurleið heimsvaldsins" (bls. 39—40).
Hann sýnir fram á, að það er ekki hnattstaðan svo mjög, heldur
l