Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 215
Andvari
Alhugascmdir
209
Dendir þetta iil þess, aö mestöll silungsmergðin á slík-
um veiðitímum sé einn árgangur, eða tveir sarnan, sem
á fyrsta vaxtarskeiði hafi notið betri verndar og annara
skilyrða en venjulega. Má það og öllum ljóst vera, að
náttúran framleiði jafnan nóg til tímgunar slíkum dýra-
tegundum, og veltur því alt á skilyrðunum fyrir því, að
sú mergð fái að lifna og vaxa1)-
Gagnvart því sem hér um ræðir segir heilbrigð skyn-
semi og athugun strax til þess, að hún aðhyllist betur
það, sem hér var sagt, um orsök mismunandi silungs-
mergðar, en hitt, að silungsstofninn sé upprættur öðru
hvoru, t. d. með dorgargöngu. A dorg veiðist mest-
megnis geldsilungur, og þó eytt sé af stofni með þeirri
veiði eins og annari, þá hefir það ekki sambærileg áhrif
á viðkomu silungsins, eins og riðasilungsveiði, því þar
er »á at ósi stemd«. Er það einhver drýgsta veiðiver-
tíðin hér við vatnið, og einkum er hún það hlutfallslega,
þegar silungsþurð er í vatninu. Er það auðskilið mál,
því ef viðkoman er lítil í vatninu ár eftir ár, verður
smám saman meira af riðgengum silungi, í hlutfalli við
þann yngri. Þegar því aðrar veiðiaðferðir gefa lítið í
aðra hönd, vegna silungsfæðar, verður bezt aflavon í því,
að sitja um silunginn, þegar hann er að hlýða þeirri
náttúruköllun sinni, að ganga á hinar ákveðnu riða-
stöðvar til hrygningar. Það virðist því vera beinn vegur
til að hindra alla fjölgun silungsins, að stunda riðaveiði
ósleitilega, eins og gert hefir verið frá ómunatíð, og það
1) Þelta fellur allvel saman við það álit gömlu mannanna, er
skyrsluhöf. vitnar til, að veiðitímabilin standi oftast yfir í 7 ár, en
vaxtarskeið silungsins er og talið vera 7 ár. Er, vel sennilegt, að
enginn einn árgangur, þó mörgu hafi á að skipa í fyrstu, endist
til að halda uppi silungsmerg'iJ í vatninu lengur en þessu nemur,
ef ekkert „veltiár" kemur áður en því tímabili lýkur.
14