Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 17
Andvari
Torfi Bjarnason
15
menn lærðu hjá honum jarðyrkju á þeim árum, sem hann
bjó í Ólafsdal. Eins og að framan er lauslega bent á,
þá hafði langa lengi verið mikið um það rætt og ritað,
hversu mikil nauðsyn það væri að koma búnaðarkenslu
á fót. Höfðu og aftur og aftur verið gerðar tilraunir í
þá átt en jafnan orðið lítið úr. Var þó, eftir að tilskip-
unin um búnaðarskólana, 1872, kom út, talið áreiðanlegt,
að stjórnin mundi veita einhvern styrk til slíkra skóla
og jafnvel kosta þá að öllu leyti.
Nærri má geta, að Torfi hafi haft ekki alllítinn hug
á þessu máli, þegar þar við bættist, að ýmsir ágætis-
menn vestanlands hvöttu hann mikillega til þess að
leggja út í það stórvirki, sem það óneitanlega var í þá
daga, að stofna til búnaðarskóla og halda uppi kenslu í
búfræði. Það lá nokkurveginn í augum uppi að slíkt
fyrirtæki mundi ekki verða neinn gróðavegur, og að
það mundi kosta ærið erfiði og fyrirhöfn. En Torfa skorti
aldrei kjark til þess að beita sjer fyrir þau málefni, er
hann áleit landi og lýð til farsældar og frambúðar, og hann
var svo laus við alla eigingirni, að hann mun varla lengi
hafa horft á þá hlið málsins. Hefir og kannske verið
bjartsýnni á skoðanir og gjörðir annara, og ætlað fleiri
sjer líka, en hann síðar á efri árum sínum, ef til vili,
hefir þóttst komast að raun um. Hefði Torfi haldið áfram
að búa búi sínu mundi hann alveg vafalaust hafa orðið
stórefnaður fyrirmyndarbóndi, því þau hjón voru bæði
fyrirmynd að dugnaði, hagsýni og reglusemi. Hinsvegar
hefir honum sennilega verið ljóst, að efni hans mundu
hrökkva skamt til þess, að koma skóla þeim, er hann
hafði í huga á stofn og til þess að starfrækja hann.
Einkum munu þeir síra Guðmundur Einarsson á Breiða-
bólsstað á Skógarströnd, sem var hinn mesti búmaður,
og hefir ritað ýmislegt um búnað, og Sigurður Sverris-