Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 203
Andvari
Isaldarmenjar og forn sjávarmörk
197
sanni, ef það er rjett, að Herpistanginn sje 69 m. hár
yfir sjó. En á því getur verið nokkur vafi. Kort herfor-
ingjaráðsins hafa verið minkuð, og því verra að sjá,
hvort staðurinn sje sá rjetti, enda hæðalínur og gras-
lendi í þessum stað afmarkað nokkuð öðruvísi, en jeg
hafði búist við. ísaldarruðningur mun taka við fyrir ofan
Litlubrekkusjávarmarkið, að minsta kosti man jeg þar
eftir stórum jökulöldum, er jökull, sem hefir komið sunn-
an Skagafjarðardalinn, hefir skilið eftir. Svo lítur út, sem
Litlubrekkusjávarmálið sje elst, og þar hafi sjór stað-
næmst skemst, því næst hafi sjórinn staðnæmst nokkru
lengur við Löngubrekku, en síðast og lengst við Herpi-
tangafjörumarkið. En eftir árframburðinum að dæma,
sem fylt hefir fjarðarbotninn,' hafa þessi 3 tímabil eigi
verið mjög löng.
Mælingar Guðm. G. Bárðarsonar á efsta sjávarmark-
inu við Borgarfjörð virðast vel geta samrýmst því, að
sjávarmörkin í 60—100 feta hæð sjeu 3 eins og í Skaga-
firði og líklega í mjög svipaðri hæð og þar. Einnig mun
sjávarmálið í 60 m. hæð við Akureyri svara til Herpis-
tanga sjávarmarksins. En efri sjávarmörkin gat jeg ekki
sjeð þar.
í síðarnefndri ritgerð lætur Guðm. G. Bárðarson þá
skoðun f ljósi, að eftir að sjórinn stóð hæðst hafi hann
lækkað í einni lotu niður að 40—50 m. hæð, en hafi
staðnæmst þar. Eða að særinn hafi í fyrstu lækkað til
muna niður fyrir þessi hæðarmörk og síðan hækkað
aftur og staðnæmst við 40—50 m. hæðarmörkin. Hins-
vegar hafði jeg á Akureyri fundið sjávarmark í 41—47
m. hæð. Þetta sjávarmark var greinilega eldra en Akur-
eyrarjökullinn og hin hærri sjávarmörk, og þar sem jeg
gat ekki fundið neitt yngra sjávarmark þar um slóðir
með svipaðri hæð, ályktaði jeg, að sjávarmörk, sem aðrir