Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 57
Andvari
Réttarstaða Qraenlands að fornu
51
spyrst til mannsins á 3 sumrum og er spurt „úr Noregi,
Svíþjóð, Danmörku, Englandi, úr Eyjum ok af Græn-
Iandi“, II. 71, eða ef spurt er „af þeim löndum öllum,
er vár tunga er á“, I. a. 244, II. 94. Hér er Grænland
sett á bekk með öðrum Iöndum, »er vár tunga er á«.
Að öðru leyti skiptir þetta ákvæði eigi máli í þessu
sambandi.
6. Akvæði þau, er hér hafa verið talin, benda eigi til
þess, að sérlega náið samband hafi verið milli Græn-
lands og íslands, og því síður til þess að Grænland hafi
verið hluti af íslenska ríkinu. Að eins ákvæðið um sókn
vígsmáls í Grænlandi gæti ef til vill bent til þess, að
Grænland hefði að sumu leyti verið nánara Islandi en
önnur lönd, en sá skilningur er þó hvergi nærri efalaus.
En öll sýna ákvæðin að Grænland er talið til útlanda,
og sum benda þau til þess, að sambandið við það hafi
verið minna en við önnur lönd.
Enn er ótalið eitt ákvæði í Grg., er að vísu eigi
nefnir Grænland berum orðum, en margir hafa talið
varða Grænland. Það er í Grg. I. a. 226, II. 70. Þar
segir: Ef maðr á konur dl. hér á landi eða í órum
(várum Sthb.) lögum þat varðar fjörbaugsgarð. Hafa
ýmsir fræðimenn, svo sem Maurer,1) Vilhjálmur Finsen,2)
Finnur ]ónsson3) og ]ón Þorkelsson4) talið að með
orðunum »í órum lögum« sé átt við Grænland. Björn
M. Olsen telur aptur á móti, að orðin merki í rauninni
sama og orðin »hér á landi«, en frá mismunandi sjón-
armiði, annað orðatiltækið sé ríkisréttarlegt, en hitt tákni
eingöngu staðinn. Orðunum »í órum lögum« sé bætt við,
1) Allnord. Rechtsgesch. V. bls. 108.
2) Qrg. I. (danska þyðingin) I. bls. 224, Grg. III. bls. 644.
3) Um Grænland bls. 40.
4) Andvari XXXV. bls. 26-27.