Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 29
Andvari
Torfi Bjarnason
23
gefnar út og prentaðar 1867. — Munu þeir ekl<i margir
vinnumennirnir nú á dögum, er slíkar ritsmíðar semja.
Hjer yrði of langt mál að telja allar ritgerðir Torfa, en
geta skal hins helsta, svo sem: »Um framfærslu« í 11.
árg. Tímarits hins íslenska bókmentafjelags, »Um áburð«,
»Um alþýðumentun« og »Um súrhey® í 10. árg. And-
vara. Allar þessar ritgerðir eru ágætar hver á sínu sviði,
og munu hafa vakið margan mann til umhugsunar um
jarðræktina og nytsemi hennar.
í búnaðarritinu eru og fjöldi ritgerða eftir Torfa, um
ýmisleg efni. Einkum var það þó jarðyrkjan og trygging
bústofns bænda, sem hann ritaði mest um í það rit.
Var honum eins og flestum hugsandi mönnum harðæri
og þar með fylgjandi horfellir hinn mesti þyrnir í aug-
um. Ritaði hann mjög rækilega ritgerð um þetta mál í
búnaðarritið árið 1909 og einnig 1911. Báðar þessar
ritgerðir eru fullkomin hvatning til bænda um það að
»spara sjer horfellinn*. Segir svo meðal annars í hinni
síðarnefndu ritgerð: »Getur nokkur maður í alvöru
búist við verulegu sjálfstæði og miklum framförum hjá
þeim mönnum, sem þannig fara að ráði sínu, — að eyði-
leggja ávalt við og við mikinn part, og stundum meiri
partinn af eignum sínum og verða svo fyrir vikið að
svelta sig og sína á eftir*. Auk þess ritaði hann mesta
fjölda ritgerða um búnaðarmálefni, meira og minna í flest
blöð er út komu hjer á landi.
Eins og fyr segir, var lítið um bókakost fyrst eftir að
búnaðarkenslan hófst í Ólafsdal. — Varð þá Torfi að
semja bækur í ýmsum fræðigreinum, sem væru við hæfi
nemanda. Urðu svo nemendur að rita þessar bækur
jafnhliða náminu. Skal hjer nefna þær helstu, t. d. Hag-
fræði, Um fæðuefni, Um vatnsveitingar, Um fóðurjurtir,
Um verkfæri o. fl. Þess var og getið hjer að framan, að