Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 136
130
Nokkur orö um sjófiskaklak
Andvarí
og búast við einhverjum- árangri af þorsklakinu. Þó virð-
ast ummælin í ársskýrslu fiskifulltrúans (Commissioner
of Fisheries) 19201) um tveggja ára tilraunir með frjóvg-
un fiskeggja úti á fiskiskipum ekki bera vott um að menn
sjeu ánægðir með aðgerðirnar, álítur að betur megi ef
duga skuli. Hann segir: »Að bjarga fáum hundruðum mil-
jóna af eggjum segir ekki mikið, þegar menn íhuga, hve
miklar fiskveiðarnar og hin náttúrlega hrygning eru, en
væri árlega bjargað (3: frjóvgað) nokkrum þúsundum
miljóna af eggjum, þá væri ástæða til að ætla, að það
hefði veruleg áhrif á viðkomu nytjafiskanna«.
Að lokum skal jeg tilfæra orð tveggja norrænna fiska-
líffræðinga um klakmálið, C. V. Otterströms og Dr. Hnut
Dahl’s(?). Hinn fyrnefndi segir, þar sem hann talar um
klak alment2): »Hingað til hafa menn þó (erlendis) aðal-
lega reynt að sleppa nýútklöktum þorsk- og skarkola-
seiðum, en þar eð þau berast með straumunum og eru
fremur veikburða, mun þesskonar útsetning óvíða borga
sig; gætu menn þar á móti alið upp nægilega margt af
þorski, skarkola (Rödspætte) og öðrum verðmætum fisk-
um, þangað til að þeir væru orðnir svo stórir, að þeir
væru ekki lengur háðir straumunum3), og hefðu þar með
miklu meiri möguleika til þess að bjarga sjer, þangað
til þeir yrðu veiðandi, þá mundu menn reyna hið sama
og þegar um vatnafiska er að ræða, að margfalt arð-
vænlegra er að setja út missirisgömul en nýklakin seiði«.
1) Annual Report of the Comm. of Fisheries for the Vear 1920,
bls. 47.
2) Danmarks Fauna, 11. Fisk I., bls. 33—34; Khöfn, 1912.
3) Höfundur á hjer augsýnilega við, að seiðunum væri fyrst
slept, þegar þau ættu að fara að leita botnsins. Og þar er jeg
honum alveg samdóma (sbr. bls. 24).