Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 39
Andvari Réttarstaða Qrænlands að fornu 33
að för Snæbjarnar af landi brott hafi stafað af þessum
vígaferlum hans. Því enda þótt Hallbjörn hefði áður unnið
sér til óhelgi, — hann hafði vegið honu sína Hallgerði
dóttur Tungu-Odds, — þá má telja víst, að mælt hafi
verið eftir hann, þar sem jafnvoldugir menn og Mosfell-
ingar áttu hlut að máli.1) Snæbjörn mun því hafa orðið
sekur um vígið með dómi eða sætt og þessvegna ieit-
að af landi brott. Hinsvegar verður ekkert fullyrt um,
hverjar orsakir lágu til farar Hrólfs, hvort það var sekt
eða aðrar ástæður, en eins líklegt er, að hann hafi farið
héðan vegna vígaferla.2) Vísan sem Styrbjörn, förunautur
Hrólfs, kvað:
Ðana sék okkarn
beggja tueggja,
alt ömurligt
útnorðr í haf,
frost ok kulda,
feikn hverskonar,
bendir til þess, að þeir hafi eigi farið í landaleit þessa
að fýsn sinni. Spá Styrbjarnar gekk eftir. Förin tókst
slysalega. Þeir náðu Grænlandi, líklega austurströndinni,
og höfðu þar vetursetu. Lágu þeir innifenntir í skála
sínum fram á Góu; þá grófu þeir sig út. Síðan gjörðist
ósætt og vígaferli með þeim. Hrólfur og Styrbjörn vógu
Snæbjörn og Þórodd frá Þingnesi, fóstra hans. Sumarið
næsta komust þeir, er eptir lifðu, til Horegs og héldu
þaðan heim aptur til Islands.3)
Saga Eiríks rauða er svo alkunn, að hér þarf eigi að
1) Faðir Hallbjarnar var Oddur Hallkelsson, bróðurson Ketil-
bjarnar gamla, Landnánta V. 12, bls. 315.
2) Nansen: Nord i tákeheimen bls. 203.
3) Landnáma II. 30, bls. 153—154.
3