Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 87
Andvari
HásUólinn
81
fyrir því, að efnilegum sveitapiltum yrði kleift að stunda
nám við mentaskólann, þrátt fyrir dýrtíð þá, sem nú
stendur,1) — sé ég ekki annað en bætt væri úr ólagi
því, sem komizt hefur á æðri mentamál vor á síðustu
árum. Þá skal ég að lokum minnast á, hvernig efla
mætti háskólann svo, að heilbrigt væri og þjóðinni til
nytsemdar.
V.
Það er hvorttveggja, að ég er ekki svo kunnugur
starfi þeirra þriggja deilda, sem samsvara embættismanna-
skólunum gömlu, að ég treysti mér til þess að gera til-
lögur um þær, enda býst ég við, að þær sé komnar í
nokkurn veginn fast horf. Stúdentum í tveim þeirra hlýtur
að fækka áður en langt um líður, og verður þá varla í
bili hugsað til þess að auka starfskrafta þeirra. En fjórða
deildin er enn ung og á sér fang fult af viðfangsefnum,
sem verða ekki int af hendi nema hlúð sé að henni.
Margsinnis hef ég heyrt samkennara mína og aðra
mæta menn fara fögrum orðum um hið veglega hlutverk
kennaranna í íslenzkum fræðum. I þeim vísindum ættum
vér að skara fram úr, hér ætti að vera æðsti dómstóll
1) Á skólaárum mínum (1900—1906) gálu fátækustu og efnileg-
ustu piltar fengið 200 kr. námsstyrk og jafnvel styrk úr Bræðra-
sjóði að auk. Fyrir það fé gátu þeir lifað 6 mánuði af 9, og liðið
vel. 1922 23 er haesti námsstyrkur, sem einn piltur fær (að með-
töldum styrk úr Bræðrasjóði) 210 kr. jjafnvel sparsamasti sveita-
piltur getur ekki lifað á því fé 2 mánuði. — En verði efnilegum
-sveitapiltum gert nám ókleift, ef fátækir eru, þá er tvent gert í
einu: embættismannastéttin svift miklu af bezta mannvali sfnu —
og myndað djúp milli alþýðu og embættismanna, sem hefur á allan
hátt illar afleiðingar. Auk þess vita allir, að það voru sveitapilt-
■arnir, sem settu blæ alvöru og mentaleitar á skólalífið.
6