Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 208
202
Athugasemdir
Andvari
væri hér sú forna venja, er lögin áskilja fyrir veiði-
réttinum.
Nú reynir höf. áðurnefndar skýrslu að bera brigður á,
að þessi venja um frjálsan veiðirétt almennings í Mý-
vatni (þ. e, hreppsbúa) hafi átt sér stað í ungdæmi hans,
um miðja 19. öld, né átt sér stað, heldur hafi þeirri
réttarkröfu fyrst verið haldið fram á síðustu árum. Eigi
færir hann aðrar heimildir fram fyrir þeirri staðhæfingu,
en minni sitt, og svo hitt, að ábúandi Grænavatns, —
en sú jörð á ekki land að Mývatni — hafi borgað
tveimur nágrönnum sínum er við Mývatn bjuggu, öðr-
um sauð, en hinum lambsfóður árlega, fyrir veiði í vatn-
inu. Ef skýrsla höf. væri ein til frásagnar um þessi efni,
myndi þessi umsögn hafa orðið málstað hans að gagni,
en nú vill svo til, að vitnisburðir þeirra manna, sem
honum eru jafngóðir og eldri, og ganga alveg á móti
henni. Má t. d. nefna skriflega og vottfesta frásögu ]óns
Hinrikssonar frá Helluvaði (f. 1829, d. 1921) um veiði-
réttarvenju við Mývato í ungdæmi hans — Jón var al-
inn upp á Grænavatni, og var þar búsettur fram yfir
miðja 19. öld. Getur hann þess í áðurnefndri frásögu,
að húsbóndi hans hafi borgað ábúendum Geiteyjar-
strandar árlegt eftirgjald fyrir riðsilungsveiði úr svonefndu
»Halldórsgrunni« — en það er iiman netlaga, eða land-
helgi. Samhliða hafi hann stundað netjaveiði vestur í
»Flóa« (þ. e. í almenningi) óátalið og eftirgjaldslaust, og
bendir þetta ótvírætt til réttarvenjunnar á þeim tíma.
Sauðarafgjaldið, er skýrsluhöf. (St. St.) vitnar til, gekk
einmitt til ábúenda Geiteyjarbænda og hefir vitanlega
verið fyrir veiðileyfi á hinu tilnefnda landgrunni, innan
netalagna.
Jón Hinriksson tilnefnir fleiri dæmi af sama tæi, og
tekur meðal annars svo til orða: ». . . . Alt fram á síð-