Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 102
96
Þrætan um Grænland
Andvari
öðrum varð ófrjálst að reka verslun við Grænland. Ei-
ríkur af Pommern ítrekar bannið stranglega gegn út-
lendingum 1425. En hve ríkt það átti einnig að gilda
gegn þegnum konungsins sjálfs, sjest á því, að 1413
boðar sendiherra hans Hinriki 5. Englandskonungi, að
Norðmönnum sje jafnt óheimilt, án sjerstaks leyfis, hvort
heldur til fiskiveiða, verslunar eða í öðrum tilgangi, að
koma þar við land »að viðlögðu lífs og limatjóni«. —
Banninu var framfylgt og var það staðfest með samn-
ingi við Hinrik 6. Englandskonung 1432. Samkomulag í
sömu átt var ítrekað milli Hinriks 6. og Kristjáns 1.
1449. En grundvöllur þessa rjettar konunganna, sem
þannig var virtur af öðrum ríkjum, finnst í ákvæðum
gamla sáttmála. Það var eðlilegt, að konungseiningin
milli Islands, með Grænlandi, á eina hlið og Noregs
(síðar með Da'nmörk) á aðra hlið, leiddi af sjer skatt-
skyldu, sem endurgjald fyrir hina nýju valdstofnun, fram-
kvæmdarstjórnina. Og enn fremur verður það að álítast
skiljanlegt í sjálfu sjer, að konungarnir óskuðu þess að
frY9SÍa hinar umsömdu siglingar til Grænlands með
banni gegn stopulum og óábyggilegum viðskiftum við
aðra. Loks raskar það heldur ekki að neinu leyti anda
nje ákvæðum gamla sáttmála þótt arðurinn af slíkri
verslun yrði sjerstök, persónuleg tekjugrein fyrir konung.
Þvert á móti virðist það, þegar nánar er athugað, eins
konar sönnun þess, hvernig litið er á sambandið af hin-
um erlendu stjórnum, samkvæmt samningum við konung
sjálfan (en ekki við þegna hans), að þessar tekjur eru
látnar renna til konungs sem lífeyrir. En af öllu þessu
leiðir aptur, að engin framkvæmd í verslun, landleitum,
mælingum nje í öðrum vísindalegum tilgangi, sem verður
undir þessum hindrunarlögum gegn siglingum til Græn-
lands, getur stofnað nýjan rjett yfir landinu, fyrir þá, sem