Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 158
152
Norræna l<ynið
Andvari
þjóðin er ekki á því lægra menningarstigi, lifir hún eftir
sem áður undir yfirráðum sigurvegaranna. Þeir kunna
að styðjast lengi við höfðingja og bændastjett af sínum
kynflokki, en fyr eða síðar rekur að því, að manngrúinn
innlendi vex þeim yfir höfuð, kynin blandast, ættarein-
kenni sigurvegaranna hverfa smám saman að meira eða
minna leyti, verða að lokum eins og dropi í kynblend-
ingahafinu, þegar langir tímar líða. Þeir finnast þá ekki
nema við grandgæfilega mannfræðisrannsókn. Hins vegar
getur og farið svo, ef aðkomuþjóðin er fáliðuð, að henn-
ar tunga týnist og láti að eins eftir lítilfjörlegar leifar í
landsmálinu.
Þessi tilgáta, um uppruna indo-europeisku málanná og
hvaðan þau sjeu runnin, væri nú ljett á metunum, ef ekki
fylgdu aðrar sannanir.
Nokkrar slíkar sannanir eru til, þó í brotum sjeur
sem vonlegt er um löngu liðna atburði áður verulegar
sögur hófust. ]eg drep hjer á hið helsta, sem jeg hefi
sjeð tilfært í fræðibókum.
Forngrikki þekkja allir, herferð þeirra til Trójuborgar,
sem Hómer lýsir í Ilíonskviðu, menningar og listaafrek
þeirra og landnám með fram öllum ströndum Svartahafs
og Miðjarðarhafs. Það vekur undir eins athygli, að Hóm-
er lýsir mörgum hetjum sínum og guðum á annan veg
en búast mætti við, ef Grikkir hefðu verið eingöngu
vestrænt kyn, sem annars er talið að hafa þá bygt Mið-
jarðarhafslöndin. Hera er »hvítörmuð«, Aþena »bláeyg«
(glóeyg), Menelás og Akkilles »bleikhár«. Þessar lýsingar
eiga ekki heima við neitt nema norræna kynið og ekki
líklegt, að Hómer hafi fundið þær upp að ástæðulausu.
Hið forna fatasnið Grikkja var og mjög svipað fatasniði
broncealdarmanna á Norðurlöndum. Hús þeirra »meg-
aron« var og ólíkt því, sem tíðkaðist við Miðjarðarhafið