Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 149
Andvari
Norræna kynið
143
Ennið rís beint upp breitt
og hvelft. Nefið er breitt,
fremur stutt, oftast hvelft og
grunnur stendur þá upp og
fram, nefrótin fremur lág.
Augnabrýn eru bognar, aug-
un sett tiltölulega framarlega.
Hárið er dökkbrúnt, augun
brún (móeygðir). Varir nokkru
meiri en á norræna kyninu.
Þroskast nokkru fyr en nor-
ræna kynið og eldist fyr.
Húðin er lítið dekkri en á því.
Fólk þetta er yfirleitt iðið
og starfsamt, fast fyrir og
úthaldsgott, sparsamt, oft nirfilslegt, ekki illa fallið til
kaupskapar, leggur lítið í hættu, sjer um sig og efnast
oft vel. Það er þröngsýnna, hugmyndasnauðara og metn-
aðarminna en norræna kynið og ódjarfara. I pólitík er
það íhaldssamt, treystir meira á ríkið en einstaklinginn,
en ef til vill mest á ríkissjóðinn. Það er betri þegnar
en foringjar. Trúað er það mjög og hjátrúarfult.
4. Dínarska kynið er engu lægra en norræna kynið,
dökkbrún augu, svartbrúnt hár og hvítmóleitt hörund. Þeir
eru menn langleitir, stórskornir en þó gerfilegir. Höfuð-
lagið er mjög stutt (81 —86 °/o) og hnakkinn nálega
flatur, svo heita má að hann nái lítið lengra aftur en
svírinn. Nefið er óvenju stórt, oft kúft, botn lárjett-
ur. Nefbreiddin er í meðallagi. Ennið er hátt og hallar
lítið aftur. Þeir eru miklir menn á velli og hraustir,
vígdjarfir og góðir foringjar, en hafa þó tæpast svo
mikið andans atgjörfi sem norræna kynið. Kyn þetta er